Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
banner
   fös 20. júní 2025 21:57
Anton Freyr Jónsson
Hemmi Hreiðars: Heppnir að vera með tvo frábæra markmenn
Lengjudeildin
Hermann Hreiðarsson var glaður í leikslok
Hermann Hreiðarsson var glaður í leikslok
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Þetta var baráttusigur og við þurftum að krafa djúpt. Það var karakter í liðinu, þetta var hörku leikur og við vitum að Fylkir er ekkert á réttum stað í töflunni. Þeir eru eitt af betri liðum í deildinni og þetta var gríðarlega sterkt" sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari HK eftir sigurinn í Árbænum í kvöld. 


Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  2 HK

„Þetta var ekki besti leikurinn okkar en mönnum langaði í sigur hérna og það var alveg á hreinu og við sýndum það fram á síðustu mínútu hér í kvöld."

HK lenti undir en náði inn jöfnunarmarki rétt fyrir hálfleiksflaut. Hversu sterkt var það að ná þessu jöfnunarmarki rétt fyrir hálfleik?

„Það var gríðarlega mikilvægt fyrir okkur. Þetta var ekki besti hálfleikurinn okkar og það vantaði smá takt í hann að komast í okkar stöður sem við viljum komast í."

Arnar Freyr Ólafsson markmaður HK hefur verið að glíma við meiðsli og þurfti að fara meiddur af velli og Hermann Hreiðarsson vonast til þess að þetta sé ekki of alvarlega. Hemmi hrósar innkomu Ólafs Arnars inn í mark HK í kvöld.

„Mér skilst að þetta hafi bara örlítið tekið sig upp aftur og ég vona að það sé ekki of alvarlegt. Óli kom gríðarlega sterkur inn og var frábær hérna í kvöld þannig við erum heppnir með það að vera með tvo frábæra markmenn, geggjaðir karakterar og þeir styðja hvern annan."





Athugasemdir
banner
banner