Frank vill endurnýja kynni sín við Schade - Guehi eftirsóttur - Upamecano til Liverpool?
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
banner
   fös 20. júní 2025 21:57
Anton Freyr Jónsson
Hemmi Hreiðars: Heppnir að vera með tvo frábæra markmenn
Lengjudeildin
Hermann Hreiðarsson var glaður í leikslok
Hermann Hreiðarsson var glaður í leikslok
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Þetta var baráttusigur og við þurftum að krafa djúpt. Það var karakter í liðinu, þetta var hörku leikur og við vitum að Fylkir er ekkert á réttum stað í töflunni. Þeir eru eitt af betri liðum í deildinni og þetta var gríðarlega sterkt" sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari HK eftir sigurinn í Árbænum í kvöld. 


Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  2 HK

„Þetta var ekki besti leikurinn okkar en mönnum langaði í sigur hérna og það var alveg á hreinu og við sýndum það fram á síðustu mínútu hér í kvöld."

HK lenti undir en náði inn jöfnunarmarki rétt fyrir hálfleiksflaut. Hversu sterkt var það að ná þessu jöfnunarmarki rétt fyrir hálfleik?

„Það var gríðarlega mikilvægt fyrir okkur. Þetta var ekki besti hálfleikurinn okkar og það vantaði smá takt í hann að komast í okkar stöður sem við viljum komast í."

Arnar Freyr Ólafsson markmaður HK hefur verið að glíma við meiðsli og þurfti að fara meiddur af velli og Hermann Hreiðarsson vonast til þess að þetta sé ekki of alvarlega. Hemmi hrósar innkomu Ólafs Arnars inn í mark HK í kvöld.

„Mér skilst að þetta hafi bara örlítið tekið sig upp aftur og ég vona að það sé ekki of alvarlegt. Óli kom gríðarlega sterkur inn og var frábær hérna í kvöld þannig við erum heppnir með það að vera með tvo frábæra markmenn, geggjaðir karakterar og þeir styðja hvern annan."





Athugasemdir
banner