Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   fim 19. júní 2025 23:33
Kjartan Leifur Sigurðsson
Maggi: Það verður að bíða þangað til á næsta ári
Axel Óskar var í banni í dag.
Axel Óskar var í banni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Svekkjandi klárlega. Við ætluðum lengra og í undanúrslitin í fyrsta sinn í sögu félagsins en það verður að bíða þangað til á næsta ári. segir Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir 1-0 tap gegn Fram í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Lestu um leikinn: Afturelding 0 -  1 Fram

„Ég óska bara Fram til hamingju, þeir spiluðu góðan leik. Þetta var þannig leikur að fyrsta markið var að fara með leikinn og þeir skoruðu það og eftir það gerðu þeir vel og við náðum ekki tempói eða góðum sóknum."

Afturelding skapaði sér eitthvað af færum í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik náði liðið sér ekki á strik, sér í lagi eftir að Fram komst yfir.

„Fyrri hálfleikur var að mér fannst í jafnvægi og 50/50 leikur. Við setjum hann í slánna, ef það hefði farið inn værum við með góðas stöðu.

Mikil skörð voru hogginn í lið Aftureldingar í dag. Elmar Kári Enesson Cogic og Axel Óskar Andrésson voru í banni og fleiri leikmenn meiddir.

„Við erum sterk liðsheild og menn komu inn í þessar stöður sem stóðu sig allir vel. Við erum með menn til að bregðast við. Auðvitað saknar maður sterkra leikmanna en það réði ekki úrslitum í dag.
Athugasemdir
banner
banner