Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
banner
   fim 19. júní 2025 23:33
Kjartan Leifur Sigurðsson
Maggi: Það verður að bíða þangað til á næsta ári
Axel Óskar var í banni í dag.
Axel Óskar var í banni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Svekkjandi klárlega. Við ætluðum lengra og í undanúrslitin í fyrsta sinn í sögu félagsins en það verður að bíða þangað til á næsta ári. segir Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir 1-0 tap gegn Fram í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Lestu um leikinn: Afturelding 0 -  1 Fram

„Ég óska bara Fram til hamingju, þeir spiluðu góðan leik. Þetta var þannig leikur að fyrsta markið var að fara með leikinn og þeir skoruðu það og eftir það gerðu þeir vel og við náðum ekki tempói eða góðum sóknum."

Afturelding skapaði sér eitthvað af færum í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik náði liðið sér ekki á strik, sér í lagi eftir að Fram komst yfir.

„Fyrri hálfleikur var að mér fannst í jafnvægi og 50/50 leikur. Við setjum hann í slánna, ef það hefði farið inn værum við með góðas stöðu.

Mikil skörð voru hogginn í lið Aftureldingar í dag. Elmar Kári Enesson Cogic og Axel Óskar Andrésson voru í banni og fleiri leikmenn meiddir.

„Við erum sterk liðsheild og menn komu inn í þessar stöður sem stóðu sig allir vel. Við erum með menn til að bregðast við. Auðvitað saknar maður sterkra leikmanna en það réði ekki úrslitum í dag.
Athugasemdir
banner