Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
   fim 19. júní 2025 23:33
Kjartan Leifur Sigurðsson
Maggi: Það verður að bíða þangað til á næsta ári
Axel Óskar var í banni í dag.
Axel Óskar var í banni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Svekkjandi klárlega. Við ætluðum lengra og í undanúrslitin í fyrsta sinn í sögu félagsins en það verður að bíða þangað til á næsta ári. segir Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir 1-0 tap gegn Fram í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Lestu um leikinn: Afturelding 0 -  1 Fram

„Ég óska bara Fram til hamingju, þeir spiluðu góðan leik. Þetta var þannig leikur að fyrsta markið var að fara með leikinn og þeir skoruðu það og eftir það gerðu þeir vel og við náðum ekki tempói eða góðum sóknum."

Afturelding skapaði sér eitthvað af færum í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik náði liðið sér ekki á strik, sér í lagi eftir að Fram komst yfir.

„Fyrri hálfleikur var að mér fannst í jafnvægi og 50/50 leikur. Við setjum hann í slánna, ef það hefði farið inn værum við með góðas stöðu.

Mikil skörð voru hogginn í lið Aftureldingar í dag. Elmar Kári Enesson Cogic og Axel Óskar Andrésson voru í banni og fleiri leikmenn meiddir.

„Við erum sterk liðsheild og menn komu inn í þessar stöður sem stóðu sig allir vel. Við erum með menn til að bregðast við. Auðvitað saknar maður sterkra leikmanna en það réði ekki úrslitum í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner