Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   fim 19. júní 2025 23:15
Kjartan Leifur Sigurðsson
Rúnar Kristins: Það þarf að reyna annars koma þeir ekki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er gríðarlega sáttur" segir Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, að loknum 1-0 sigri sinna manna í Fram gegn Aftureldingu í undanúrslitum Mjólkurbikarsins.

Lestu um leikinn: Afturelding 0 -  1 Fram

„Í seinni hálfleik vorum við hrikalega flottir og varnarlega betri, stoppuðum þeirra leiðir upp völlinn og vorum betri á boltanum."

Eftir að Freyr Sigurðsson kom Fram yfir voru Mosfellingar aldrei líklegir til þess að jafna.

„Ég er gríðarlega sáttur við það. Þeir eiga varla skot á mark. Það voru einhverjar fyrirgjafir og annað slíkt sem að Viktor í markinu eða sterku miðverðirnir sem komu þessu í burtu."

Framarar eru því komnir í undanúrslit í Mjólkurbikarnum þar sem mótherjinn er Vestri og leiðin í Evrópu styttist.

„Menn mega ekki horfa of langt fram í tímann, við höldum áfram í deildinni núna. Menn geta síðan seinna farið að hugsa um það hvenær næsti bikarleikur er."

Nú styttist í að glugginn opni og hinar ýmsu leigubílasögur farnar að heyrast. Jón Daði Böðvarsson og Ægir Jarl Jónasson hafa verið orðaðir við Fram.

„Við Framarar viljum reyna við alla góða fótboltamenn sem losna og viljum vissulega bera víurnar í þá. Önnur félög hafa samt meiri fjármuni og annað slíkt. Við viljum bjóða þessum leikmönnum upp á Fram enda höfum við góða aðstöðu og gott lið. Erum á fínum stað í bikarnum og þurfum að styrkja okkur stöðu í deildinni og sýna að við séum þess verðugir að þessir betri leikmenn sem komi heim hafi áhuga á að spila fyrir okkur. Það þarf að reyna annars koma þeir ekki.
Athugasemdir
banner
banner