Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
   fim 19. júní 2025 23:15
Kjartan Leifur Sigurðsson
Rúnar Kristins: Það þarf að reyna annars koma þeir ekki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er gríðarlega sáttur" segir Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, að loknum 1-0 sigri sinna manna í Fram gegn Aftureldingu í undanúrslitum Mjólkurbikarsins.

Lestu um leikinn: Afturelding 0 -  1 Fram

„Í seinni hálfleik vorum við hrikalega flottir og varnarlega betri, stoppuðum þeirra leiðir upp völlinn og vorum betri á boltanum."

Eftir að Freyr Sigurðsson kom Fram yfir voru Mosfellingar aldrei líklegir til þess að jafna.

„Ég er gríðarlega sáttur við það. Þeir eiga varla skot á mark. Það voru einhverjar fyrirgjafir og annað slíkt sem að Viktor í markinu eða sterku miðverðirnir sem komu þessu í burtu."

Framarar eru því komnir í undanúrslit í Mjólkurbikarnum þar sem mótherjinn er Vestri og leiðin í Evrópu styttist.

„Menn mega ekki horfa of langt fram í tímann, við höldum áfram í deildinni núna. Menn geta síðan seinna farið að hugsa um það hvenær næsti bikarleikur er."

Nú styttist í að glugginn opni og hinar ýmsu leigubílasögur farnar að heyrast. Jón Daði Böðvarsson og Ægir Jarl Jónasson hafa verið orðaðir við Fram.

„Við Framarar viljum reyna við alla góða fótboltamenn sem losna og viljum vissulega bera víurnar í þá. Önnur félög hafa samt meiri fjármuni og annað slíkt. Við viljum bjóða þessum leikmönnum upp á Fram enda höfum við góða aðstöðu og gott lið. Erum á fínum stað í bikarnum og þurfum að styrkja okkur stöðu í deildinni og sýna að við séum þess verðugir að þessir betri leikmenn sem komi heim hafi áhuga á að spila fyrir okkur. Það þarf að reyna annars koma þeir ekki.
Athugasemdir
banner
banner