Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
banner
   fim 19. júní 2025 23:15
Kjartan Leifur Sigurðsson
Rúnar Kristins: Það þarf að reyna annars koma þeir ekki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er gríðarlega sáttur" segir Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, að loknum 1-0 sigri sinna manna í Fram gegn Aftureldingu í undanúrslitum Mjólkurbikarsins.

Lestu um leikinn: Afturelding 0 -  1 Fram

„Í seinni hálfleik vorum við hrikalega flottir og varnarlega betri, stoppuðum þeirra leiðir upp völlinn og vorum betri á boltanum."

Eftir að Freyr Sigurðsson kom Fram yfir voru Mosfellingar aldrei líklegir til þess að jafna.

„Ég er gríðarlega sáttur við það. Þeir eiga varla skot á mark. Það voru einhverjar fyrirgjafir og annað slíkt sem að Viktor í markinu eða sterku miðverðirnir sem komu þessu í burtu."

Framarar eru því komnir í undanúrslit í Mjólkurbikarnum þar sem mótherjinn er Vestri og leiðin í Evrópu styttist.

„Menn mega ekki horfa of langt fram í tímann, við höldum áfram í deildinni núna. Menn geta síðan seinna farið að hugsa um það hvenær næsti bikarleikur er."

Nú styttist í að glugginn opni og hinar ýmsu leigubílasögur farnar að heyrast. Jón Daði Böðvarsson og Ægir Jarl Jónasson hafa verið orðaðir við Fram.

„Við Framarar viljum reyna við alla góða fótboltamenn sem losna og viljum vissulega bera víurnar í þá. Önnur félög hafa samt meiri fjármuni og annað slíkt. Við viljum bjóða þessum leikmönnum upp á Fram enda höfum við góða aðstöðu og gott lið. Erum á fínum stað í bikarnum og þurfum að styrkja okkur stöðu í deildinni og sýna að við séum þess verðugir að þessir betri leikmenn sem komi heim hafi áhuga á að spila fyrir okkur. Það þarf að reyna annars koma þeir ekki.
Athugasemdir
banner
banner
banner