Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
Venni: Þetta var karaktersigur
Sjáðu vítadóminn í Kórnum: „Vil helst ekki segja neitt um þetta“
Gunnar Már: Ég er hundsvekktur
Fylkir fékk umdeilda vítaspyrnu: „Ég held að við höfum alveg átt þetta inni“
„Veit ekki hversu marga maður hefur hitt sem hafa spurt hvort það sé eitthvað panic"
Gústi Gylfa: Vantaði bara hugrekki í okkur
Stórir póstar á leið í U19 verkefni á óheppilegum tíma - „Það koma bara aðrir menn inn og þeir fá tækifærið"
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
   fim 19. júní 2025 23:15
Kjartan Leifur Sigurðsson
Rúnar Kristins: Það þarf að reyna annars koma þeir ekki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er gríðarlega sáttur" segir Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, að loknum 1-0 sigri sinna manna í Fram gegn Aftureldingu í undanúrslitum Mjólkurbikarsins.

Lestu um leikinn: Afturelding 0 -  1 Fram

„Í seinni hálfleik vorum við hrikalega flottir og varnarlega betri, stoppuðum þeirra leiðir upp völlinn og vorum betri á boltanum."

Eftir að Freyr Sigurðsson kom Fram yfir voru Mosfellingar aldrei líklegir til þess að jafna.

„Ég er gríðarlega sáttur við það. Þeir eiga varla skot á mark. Það voru einhverjar fyrirgjafir og annað slíkt sem að Viktor í markinu eða sterku miðverðirnir sem komu þessu í burtu."

Framarar eru því komnir í undanúrslit í Mjólkurbikarnum þar sem mótherjinn er Vestri og leiðin í Evrópu styttist.

„Menn mega ekki horfa of langt fram í tímann, við höldum áfram í deildinni núna. Menn geta síðan seinna farið að hugsa um það hvenær næsti bikarleikur er."

Nú styttist í að glugginn opni og hinar ýmsu leigubílasögur farnar að heyrast. Jón Daði Böðvarsson og Ægir Jarl Jónasson hafa verið orðaðir við Fram.

„Við Framarar viljum reyna við alla góða fótboltamenn sem losna og viljum vissulega bera víurnar í þá. Önnur félög hafa samt meiri fjármuni og annað slíkt. Við viljum bjóða þessum leikmönnum upp á Fram enda höfum við góða aðstöðu og gott lið. Erum á fínum stað í bikarnum og þurfum að styrkja okkur stöðu í deildinni og sýna að við séum þess verðugir að þessir betri leikmenn sem komi heim hafi áhuga á að spila fyrir okkur. Það þarf að reyna annars koma þeir ekki.
Athugasemdir
banner