Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
banner
   fim 19. júní 2025 23:39
Sölvi Haraldsson
Venni eftir stórt tap gegn Fjölni: Erum bara slegnir kaldir
Lengjudeildin
Sigurvin Ólafsson, þjálfari Þróttar.
Sigurvin Ólafsson, þjálfari Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er leikur sem við ætluðum að vinna kannski eins og alla aðra. Við erum bara slegnir kaldir.“

Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  4 Fjölnir

Venni segir að Fjölnir hafi fundið neistann sem þeir þurftu.

„Við byrjum fínt, fáum tvö til þrjú fín færi áður en Fjölnismenn skora eftir horn. Þetta er lið sem hefur verið í lægð og upplifað mikið stemningsleysi þetta er kannski bara neistinn sem þeir þurftu. Maður sá stemninguna vaxa þeirra meginn og örvæntingin meira okkar meginn. Hvað þá þegar það kom 2-0 strax í kjölfarið. Við náðum ekki að fóta okkur eftir það.“

Var þetta vanmat hjá Þrótti R. í kvöld?

„Ekki eins og ég talaði um þennan leik fyrirfram. Ég veit að leikmennirnir löbbuðu ekki inn á völlinn haldandi að þetta væri auðveldur sigur ekki frekar en neinn annar leikur í þessari deild, Fjölnir er fínt lið. Utan frá séð lítur það út. Í raun og veru snýr þessi kafli í byrjun leiknum á hvolf.“

Venni talar um að Þróttararnir hafi verið linir í dag.

„Við spilum ekki vel. Ótrúlega mikið af misheppnuðum sendingum og röngum ákvörðunum. Við vorum mjög oft í fínum stöðum en gerðum illa úr því. Spilið aftast gekk hægt. Fjölnismenn voru seigir í því sem þeir voru að gera. Þeir bombuðu fram á senterinn sem að náði að taka hann niður. Það tókst hjá þeim í dag. Við vorum bara linir og á eftir þeim í sem þarf að vera til staðar í þínum leik sama á móti hverjum þú ert að spila við í þessari deild.“

Þetta var högg í magann fyrir Þróttara en Venni segist vongóður að Þróttarar munu svara fyrir þetta í næsta leik gegn HK í Kórnum.

„Að mörgu leyti hefur byrjunin verið góð. Þetta er högg í magann að tapa og tapa svona illa. Jákvæða hliðin, þú getur alltaf litið þannig á hlutina að það er jákvætt að fá góða og væna tusku í andlitið og vakna. Vonandi tekst okkur að lesa úr þessum leik, læra af því sem við gerðum vitlaust og koma dýrvitlausir í næsta leik til að rétta þetta af.“ sagði Venni að lokum.

Viðtalið við Sigurvin má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner