Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   fim 19. júní 2025 20:47
Elvar Geir Magnússon
Túfa hrósar Twana: Þjálfarar sem tapa tala oft um dómgæsluna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Túfa, Srdjan Tufegdzic þjálfari Vals, telur að sigur Vals gegn ÍBV í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld hafi verið sanngjarn. Hólmar Örn Eyjólfsson skoraði eina mark leiksins.

Lestu um leikinn: ÍBV 0 -  1 Valur

„Tilfinningin er mjög góð. Við unnum erfiðan leik gegn góðu liði ÍBV. Leikurinn var kaflaskiptur eins og oft vill vera í bikarleikjum en við náðum að klára þetta og ég er hrikalega ánægður," segir Túfa.

„Menn þurftu að fara aðeins úr þægindarammanum en mér fannst mínir menn gera þetta vel. Þeir sýndu andstæðingunum og vellinum virðingu. Það var hörkubarátta í liðinu allan tímann."

Túfa var tjáð að kollegi hans, Þorlákur Árnason þjálfari ÍBV, hafi ekki verið sáttur með dómgæsluna í leiknum. Túfa hrósaði hinsvegar Twana Khalid Ahmed dómara.

„Það er oft þannig að þjálfararnir sem tapa leikjum tala um dómgæsluna. Þetta var erfiður leikur að dæma en mér fannst Twana flottur. Hann er yfirleitt með góða stjórn á þeim leikjum sem hann hefur dæmt hjá okkur."

Það kemur í ljós í kvöld hverjir andstæðingar Vals í undanúrslitum verða en dregið verður í markaþætti RÚV.
Athugasemdir