Man Utd gæti reynt við Pope - Arsenal vonar að Palace lækki verðið á Eze
FH skrifaði söguna - „Það verður bara veisla á Laugardalsvelli"
„Svolítið bras á okkur í fyrri hálfleik"
Venni: Þetta veðmál gékk upp í dag
Arnar: Maður getur ekki verið vondur þegar menn eru að reyna að gera réttu hluti
Gústi Gylfa: Á meðan við skorum ekki mörk þá endar þetta á verstan veg
Gunnar Heiðar: Litum við bara mjög vel út og mörkin frábær
„Erfitt að kyngja þessu og vera 'humble' og 'gracefull' því við áttum eitthvað skilið úr þessum leik"
Haraldur Freyr: Við stefnum klárlega á að komast í umspilið
Kári Kristjáns: Þjálfarinn í Danmörku hætti óvænt og smá kaos
Siggi gríðarlega ánægður með Affi: Búinn að sýna það sem við vonuðumst eftir
„Sennilega ógeðslegasta mark sem við höfum fengið á okkur"
Höskuldur: Ætlum ekki að bregðast við eins og krakki á N1 mótinu
Dóri Árna: Tökum þessum leik mjög alvarlega
Benedikt Warén: Það verður skemmtilegra að mæta á æfingar
Jökull: Mjög hissa ef það er hægt að færa rök gegn því
Magnús Már um rauða spjaldið - „Það litar leikinn svakalega mikið"
Bestur í Mjólkurbikarnum: Mætir bróður sínum í úrslitaleiknum
Heimsóknin - KFG og Víkingur Ó
Simon Tibbling: Mér líður pínu eins og við höfum unnið
Rúnar Kristins: Stálum kannski þessu eina stigi?
   fim 19. júní 2025 20:47
Elvar Geir Magnússon
Túfa hrósar Twana: Þjálfarar sem tapa tala oft um dómgæsluna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Túfa, Srdjan Tufegdzic þjálfari Vals, telur að sigur Vals gegn ÍBV í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld hafi verið sanngjarn. Hólmar Örn Eyjólfsson skoraði eina mark leiksins.

Lestu um leikinn: ÍBV 0 -  1 Valur

„Tilfinningin er mjög góð. Við unnum erfiðan leik gegn góðu liði ÍBV. Leikurinn var kaflaskiptur eins og oft vill vera í bikarleikjum en við náðum að klára þetta og ég er hrikalega ánægður," segir Túfa.

„Menn þurftu að fara aðeins úr þægindarammanum en mér fannst mínir menn gera þetta vel. Þeir sýndu andstæðingunum og vellinum virðingu. Það var hörkubarátta í liðinu allan tímann."

Túfa var tjáð að kollegi hans, Þorlákur Árnason þjálfari ÍBV, hafi ekki verið sáttur með dómgæsluna í leiknum. Túfa hrósaði hinsvegar Twana Khalid Ahmed dómara.

„Það er oft þannig að þjálfararnir sem tapa leikjum tala um dómgæsluna. Þetta var erfiður leikur að dæma en mér fannst Twana flottur. Hann er yfirleitt með góða stjórn á þeim leikjum sem hann hefur dæmt hjá okkur."

Það kemur í ljós í kvöld hverjir andstæðingar Vals í undanúrslitum verða en dregið verður í markaþætti RÚV.
Athugasemdir
banner