Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
   fim 19. júní 2025 20:47
Elvar Geir Magnússon
Túfa hrósar Twana: Þjálfarar sem tapa tala oft um dómgæsluna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Túfa, Srdjan Tufegdzic þjálfari Vals, telur að sigur Vals gegn ÍBV í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld hafi verið sanngjarn. Hólmar Örn Eyjólfsson skoraði eina mark leiksins.

Lestu um leikinn: ÍBV 0 -  1 Valur

„Tilfinningin er mjög góð. Við unnum erfiðan leik gegn góðu liði ÍBV. Leikurinn var kaflaskiptur eins og oft vill vera í bikarleikjum en við náðum að klára þetta og ég er hrikalega ánægður," segir Túfa.

„Menn þurftu að fara aðeins úr þægindarammanum en mér fannst mínir menn gera þetta vel. Þeir sýndu andstæðingunum og vellinum virðingu. Það var hörkubarátta í liðinu allan tímann."

Túfa var tjáð að kollegi hans, Þorlákur Árnason þjálfari ÍBV, hafi ekki verið sáttur með dómgæsluna í leiknum. Túfa hrósaði hinsvegar Twana Khalid Ahmed dómara.

„Það er oft þannig að þjálfararnir sem tapa leikjum tala um dómgæsluna. Þetta var erfiður leikur að dæma en mér fannst Twana flottur. Hann er yfirleitt með góða stjórn á þeim leikjum sem hann hefur dæmt hjá okkur."

Það kemur í ljós í kvöld hverjir andstæðingar Vals í undanúrslitum verða en dregið verður í markaþætti RÚV.
Athugasemdir
banner
banner