Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fös 20. júní 2025 18:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bournemouth hafnaði öðru tilboði PSG í Zabarnyi
Mynd: EPA
Bournemouth hefur hafnað öðru tilboði PSG í varnarmanninn Illia Zabarnyi en Sky Sports greinir frá þessu.

Tilboðið hljóðaði upp á 55 milljónir punda en franska félagið undirbýr nú þriðja tilboðið.

Bournemouth keypti Zabarnyi frá Dynamo Kyiv árið 2023 fyrir rúmlega 24 milljónir punda en félagið metur hann á 70 milljónir punda í dag.

Fyrsta tilboð PSG hljóðaði upp á 45 milljónir punda. Bournemouth vill ekki selja miðvörðinn en það gæti reynst erfitt að hafna Evrópumeisturum PSG.

Bournemouth seldi félaga Zabarnyi úr vörninni, Dean Huijsen, til Real Madrid í sumar.
Athugasemdir