Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   lau 21. júní 2025 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Carroll yfirgefur Bordeaux til að vera nær börnunum sínum
Mynd: Amiens
Andy Carroll hefur yfirgefið franska félagið Bordeaux eftir að hafa spilað eitt tímabil með liðinu í fjórðu efstu deild.

Þessi 36 ára gamli enski framherji gekk til liðs við félagið frá Amiens sem leikur í næst efstu deild en hann skoraði 11 mörk í 21 leik fyrir Bordeaux.

Hann ákvað að yfirgefa félagið til að vera nær börnunum sínum.

Bordeaux varð gjaldþrota í fyrra og var dæmt úr efstu deild niður í fjórðu efstu deild

Caroll er fyrrum leikmaður Liverpool, Newcastle og West Ham en hann skoraði 54 mörk í 248 leikjum í úrvalsdeildinni á sínum tíma.
Athugasemdir
banner
banner