Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   fim 19. júní 2025 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mættu Brasilíu og Kólumbíu - „Þetta mun vera með mér það sem eftir er"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Baldvin Nökkvason var eðlilega kátur eftir sigur Stjörnunnar á Keflavík í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Hann ræddi við Fótbolta.net í gærkvöldi og í seinni hluta viðtalsins var hann spurður út í ferð U21 landsliðsins til Egyptalands fyrr í þessum mánuði.

Liðið mætti þar Brasilíu og Kólumbíu í vináttuleikjum. Ísland gerði markalaust jafntefli við Brasilíu en tapaði gegn Kólumbíu.

Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  2 Keflavík

„Þetta var öðruvísi, vægast sagt, öðruvísi menningarkúltúr, en mjög góð ferð engu að síður. Gaman að spila við þessar þjóðir."

Guðmundur Baldvin var í byrjunarliðinu gegn Brasilíu, hvernig var að spila þann leik?

„Einn sá skemmtilegasti leikur sem ég hef spilað, þrátt fyrir mikil hlaup. Þetta var eitthvað annað að spila við Brasilíu, geðveikt skemmtilegur leikur. Þetta var heilsteyptur leikur og tvö góð lið að mætast, þeir eru mjög öflugir."

Í liði Brasilíu voru leikmenn á borð við Deivid Washington sem er hjá Chelsea, Pedrinho hjá Zenit og Gabriel Moscardo hjá Reims.

„Þeir voru góðir, en maður bjóst við meira. Við erum bara góðir líka held ég, áttum í fullu tré við þá, en það voru auðvitað allir þarna með einstaklingsgæði."

En hvað með Kólumbíu?

„Kólumbíu leikurinn var ólíkur flestum leikjum sem ég hef spilað. Þeir voru kraftmiklir og beinskeyttir en mjög grófir og hægðu á öllu sem hægt var að hægja á. Þeir áttu allt of margar ljótar tæklingar sem hefðu áttu að verðskulda rautt spjald. En þessi leikur fer bara í reynslubankann og þegar maður lítur til baka var bara geðveikt að fá leik við svona sterkan aðstæðing."

Í heildina, var þetta eftirminnilegt?

„100%, við fórum og skoðuðum pýramídana og kameldýr, spiluðum við Kólumbíu og Brasilíu. Þetta mun vera með mér það sem eftir er."

Næsta verkefni U21 verður í september þegar undankeppnin fyrir EM2027 hefst.

„Þá fer alvaran á fullt, fer að skipta máli, þá keyrum við ennþá meira á þetta," sagði Guðmundur Baldvin.
Athugasemdir
banner
banner