Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
   fim 19. júní 2025 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mættu Brasilíu og Kólumbíu - „Þetta mun vera með mér það sem eftir er"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Baldvin Nökkvason var eðlilega kátur eftir sigur Stjörnunnar á Keflavík í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Hann ræddi við Fótbolta.net í gærkvöldi og í seinni hluta viðtalsins var hann spurður út í ferð U21 landsliðsins til Egyptalands fyrr í þessum mánuði.

Liðið mætti þar Brasilíu og Kólumbíu í vináttuleikjum. Ísland gerði markalaust jafntefli við Brasilíu en tapaði gegn Kólumbíu.

Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  2 Keflavík

„Þetta var öðruvísi, vægast sagt, öðruvísi menningarkúltúr, en mjög góð ferð engu að síður. Gaman að spila við þessar þjóðir."

Guðmundur Baldvin var í byrjunarliðinu gegn Brasilíu, hvernig var að spila þann leik?

„Einn sá skemmtilegasti leikur sem ég hef spilað, þrátt fyrir mikil hlaup. Þetta var eitthvað annað að spila við Brasilíu, geðveikt skemmtilegur leikur. Þetta var heilsteyptur leikur og tvö góð lið að mætast, þeir eru mjög öflugir."

Í liði Brasilíu voru leikmenn á borð við Deivid Washington sem er hjá Chelsea, Pedrinho hjá Zenit og Gabriel Moscardo hjá Reims.

„Þeir voru góðir, en maður bjóst við meira. Við erum bara góðir líka held ég, áttum í fullu tré við þá, en það voru auðvitað allir þarna með einstaklingsgæði."

En hvað með Kólumbíu?

„Kólumbíu leikurinn var ólíkur flestum leikjum sem ég hef spilað. Þeir voru kraftmiklir og beinskeyttir en mjög grófir og hægðu á öllu sem hægt var að hægja á. Þeir áttu allt of margar ljótar tæklingar sem hefðu áttu að verðskulda rautt spjald. En þessi leikur fer bara í reynslubankann og þegar maður lítur til baka var bara geðveikt að fá leik við svona sterkan aðstæðing."

Í heildina, var þetta eftirminnilegt?

„100%, við fórum og skoðuðum pýramídana og kameldýr, spiluðum við Kólumbíu og Brasilíu. Þetta mun vera með mér það sem eftir er."

Næsta verkefni U21 verður í september þegar undankeppnin fyrir EM2027 hefst.

„Þá fer alvaran á fullt, fer að skipta máli, þá keyrum við ennþá meira á þetta," sagði Guðmundur Baldvin.
Athugasemdir
banner