Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu: Barcelona vill halda Rashford - Chelsea leiðir baráttuna um Vinicius
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   fim 19. júní 2025 21:05
Elvar Geir Magnússon
Láki: Til skammar hversu einhliða dómgæslan var
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir að hafa slegið út Víking og KR þá tapaði ÍBV gegn Val í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. Mark Hólmars Arnar Eyjólfssonar með skalla eftir hornspyrnu réði úrslitum.

Lestu um leikinn: ÍBV 0 -  1 Valur

„Þetta var sárt, þetta var mjög sárt. Við unnum okkur inn réttinn til að vera svekktir, við gáfum allt í þennan leik. Við spiluðum lungan úr seinni hálfleik mjög vel og þrýstum þeim niður og fengum færi," segir Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV.

„Það sem hefur stór áhrif á leikinn er að við áttum klárlega að fá eina vítaspyrnu, ég var að sjá þetta í sjónvarpinu inni. Ég held að ég hafi sjaldan séð eins einhliða dómgæslu í fótboltaleik."

Þorlákur vildi fá hendi á leikmann Vals á 70. mínútu leiksins og fannst dómgæsla Twana Khalid Ahmed halla á sitt lið.

„Maður ber virðingu fyrir dómurum en þegar þú ert að gefa öðru liðinu gul spjöld en sleppir hinu liðinu fyrir sama hlutinn. Þá sérðu bara misræmi í dómgæslu. Maður sér með eigin augum leikmann leggja boltann fyrir sig með hendi og í sjónvarpi sér maður það líka. Ég á ekki orð yfir það hversu einhliða dómgæslan var í þessum leik. Þetta var til algjörrar skammar."

Í viðtalinu talar Láki nánar um dómgæsluna.
Athugasemdir
banner