Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
   fim 19. júní 2025 21:05
Elvar Geir Magnússon
Láki: Til skammar hversu einhliða dómgæslan var
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir að hafa slegið út Víking og KR þá tapaði ÍBV gegn Val í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. Mark Hólmars Arnar Eyjólfssonar með skalla eftir hornspyrnu réði úrslitum.

Lestu um leikinn: ÍBV 0 -  1 Valur

„Þetta var sárt, þetta var mjög sárt. Við unnum okkur inn réttinn til að vera svekktir, við gáfum allt í þennan leik. Við spiluðum lungan úr seinni hálfleik mjög vel og þrýstum þeim niður og fengum færi," segir Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV.

„Það sem hefur stór áhrif á leikinn er að við áttum klárlega að fá eina vítaspyrnu, ég var að sjá þetta í sjónvarpinu inni. Ég held að ég hafi sjaldan séð eins einhliða dómgæslu í fótboltaleik."

Þorlákur vildi fá hendi á leikmann Vals á 70. mínútu leiksins og fannst dómgæsla Twana Khalid Ahmed halla á sitt lið.

„Maður ber virðingu fyrir dómurum en þegar þú ert að gefa öðru liðinu gul spjöld en sleppir hinu liðinu fyrir sama hlutinn. Þá sérðu bara misræmi í dómgæslu. Maður sér með eigin augum leikmann leggja boltann fyrir sig með hendi og í sjónvarpi sér maður það líka. Ég á ekki orð yfir það hversu einhliða dómgæslan var í þessum leik. Þetta var til algjörrar skammar."

Í viðtalinu talar Láki nánar um dómgæsluna.
Athugasemdir
banner