Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
   fös 20. júní 2025 21:48
Alexander Tonini
Óli Kristjáns: Mikið hrós á þig fyrir að taka eftir henni
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður bara vel og jú rétt hjá þér það var tap á móti Stjörnunni í síðasta leik, en þar á undan voru ansi margir sigurleikir. Það var gott að fá sigur, mér fannst liðið sérstaklega í fyrri hálfleik vera mjög gott, mikil ákefð og grimmt, við náðum uppi spili sem við viljum ná upp.
Gott að fá þriðja markið, það setti smá ró í þetta. Framliðið er hættulegt, þær eru með sterka leikmenn fram á við sem þurfa ekki mikið pláss til að skora"
, sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari Þróttar um leik sinna kvenna sem sóttu þrjú dýrmæt stig í kvöld á mót Fram á útivelli.

Vörn Þróttar hafði rosalega góðar gætur á Murielle og komu í veg fyrir að hún næði að setja mark sitt á leikinn. Ólafur var spurður út í uppleggið í vörninni og hafði þetta að segja:

„Nei í sjálfu sér ekki, bara vera nálægt henni og kannski leyfa henni ekki að snúa og komast í þessi svæði utaná. Þær spiluðu vel miðverðirnir og bakverðirnir bökkuðu það vel upp. Eins og þú segir virkilega flottur leikur hjá öftustu fjórum hvað varðar það að loka á Murielle"

Lestu um leikinn: Fram 1 -  3 Þróttur R.

Jelena Tinna Kujundzic fór fyrir sterkri vörn Þróttar hér í kvöld sem setti tóninn fyrir leikinn. Hún uppskar tilnefnið maður leiksins fyrir frammistöðu sína hér í kvöld.

„Mikið hrós á þig að taka eftir henni, því að Jelena er kannski þannig leikmaður að það fer ekki mikið fyrir henni. Varnarvinnan hennar er alveg rosalega góð, staðsetur sig vel, góð í návígjum og búin að vera feykilega öflug. Hún er góð í að spila boltanum fram á völlinn líka og ég var mjög ánægður með hana eins og allar hinar. Hún er búin að eiga alveg virkilega gott sumar hingað til"

„Jú jú mér var sagt frá því og það er bara vel gert líka. Eins og ég segi það fer ekki mikið fyrir henni en hún spilar varnarleikinn feykilega vel og gerir það svona af elegance", bætti hann við þegar talið barst af vali hennar í liði fyrri hluta Bestu deildar kvenna í þættinum Bestu mörkin á stöð 2.

Viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner