Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   lau 21. júní 2025 00:51
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Ég þoli ekki jafntefli
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvík tók á móti Leikni R. á Domusnovavellinum í kvöld þegar níunda umferð Lengjudeildarinnar hélt áfram göngu sinni. 


Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  1 Njarðvík

„Auðvitað er þetta svekkjandi" sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga eftir jafnteflið í kvöld.

„Mér fannst þetta bara vera jafnt. Bæði lið voru að gera vel. Það komu kaflaskipti í leiknum þar sem þeir voru aðeins meira ofan á og svo komu næstu kaflaskil þar sem við vorum meira ofan á" 

„Ég er bara ósáttur við að þetta er 88. , 87. eða hvað þetta er og við náum ekki að halda þetta út, fyrst þetta var komið þangað. Þeir voru búnir að fá færi líka og við vorum búnir að fá fullt af dauðafærum hérna sem ég er mjög ósáttur með að hafa ekki klárað þennan leik bara 2-0. Þá hefði þessi leikur bara verið búin" 

Njarðvík hefur verið að misstíga sig gegn þessu liðum í neðri hlutanum og misst leiki niður í jafntefli sem gæti orðið dýrt þegar uppi er staðið. 

„Hvað er neðri hluti og efri hluti í þessari deild? Það eru allir að vinna alla og allskonar úrslit úti um allt. Það er ekki ennþá komin nein lína í efri og neðri hluta finnst mér" 

„Þetta er bara þannig ef þú mætir ekki í leikinn og ert ekki nægilega klár til að leggja þessa vinnu á þig og ert með fókus á því sem þarf að gera þá ertu bara að fara tapa. Þetta er ekki flókið og þannig er þessi deild. VIð þurfum bara að rífa okkur aftur upp til þess að halda áfram að gera það sem við eigum að gera í hverjum leik því þá vitum við það að við getum unnið" 

Jákvæði hlutinn í þessu fyrir Njarðvíkinga er að þeir eru allavega taplausir.

„Jájá, ég er í þessu til að vinna en ekki til þess að gera jafntefli. Ég þoli ekki jafntefli. Ég vill frekar vinna einn og tapa einum heldur en að gera tvö jafntefli, það er bara þannig" 

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þór 22 14 3 5 51 - 31 +20 45
2.    Njarðvík 22 12 7 3 50 - 25 +25 43
3.    Þróttur R. 22 12 5 5 43 - 37 +6 41
4.    HK 22 12 4 6 46 - 29 +17 40
5.    Keflavík 22 11 4 7 53 - 39 +14 37
6.    ÍR 22 10 7 5 38 - 27 +11 37
7.    Völsungur 22 7 4 11 36 - 52 -16 25
8.    Fylkir 22 6 5 11 34 - 32 +2 23
9.    Leiknir R. 22 6 5 11 24 - 40 -16 23
10.    Grindavík 22 6 3 13 38 - 61 -23 21
11.    Selfoss 22 6 1 15 25 - 44 -19 19
12.    Fjölnir 22 3 6 13 32 - 53 -21 15
Athugasemdir
banner
banner
banner