Garnacho á leið til Chelsea - Milan hefur áhuga á Nkunku og Akanji - Newcastle gerir nýtt tilboð í Larsen
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
banner
   lau 21. júní 2025 00:51
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Ég þoli ekki jafntefli
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvík tók á móti Leikni R. á Domusnovavellinum í kvöld þegar níunda umferð Lengjudeildarinnar hélt áfram göngu sinni. 


Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  1 Njarðvík

„Auðvitað er þetta svekkjandi" sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga eftir jafnteflið í kvöld.

„Mér fannst þetta bara vera jafnt. Bæði lið voru að gera vel. Það komu kaflaskipti í leiknum þar sem þeir voru aðeins meira ofan á og svo komu næstu kaflaskil þar sem við vorum meira ofan á" 

„Ég er bara ósáttur við að þetta er 88. , 87. eða hvað þetta er og við náum ekki að halda þetta út, fyrst þetta var komið þangað. Þeir voru búnir að fá færi líka og við vorum búnir að fá fullt af dauðafærum hérna sem ég er mjög ósáttur með að hafa ekki klárað þennan leik bara 2-0. Þá hefði þessi leikur bara verið búin" 

Njarðvík hefur verið að misstíga sig gegn þessu liðum í neðri hlutanum og misst leiki niður í jafntefli sem gæti orðið dýrt þegar uppi er staðið. 

„Hvað er neðri hluti og efri hluti í þessari deild? Það eru allir að vinna alla og allskonar úrslit úti um allt. Það er ekki ennþá komin nein lína í efri og neðri hluta finnst mér" 

„Þetta er bara þannig ef þú mætir ekki í leikinn og ert ekki nægilega klár til að leggja þessa vinnu á þig og ert með fókus á því sem þarf að gera þá ertu bara að fara tapa. Þetta er ekki flókið og þannig er þessi deild. VIð þurfum bara að rífa okkur aftur upp til þess að halda áfram að gera það sem við eigum að gera í hverjum leik því þá vitum við það að við getum unnið" 

Jákvæði hlutinn í þessu fyrir Njarðvíkinga er að þeir eru allavega taplausir.

„Jájá, ég er í þessu til að vinna en ekki til þess að gera jafntefli. Ég þoli ekki jafntefli. Ég vill frekar vinna einn og tapa einum heldur en að gera tvö jafntefli, það er bara þannig" 

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þór 19 12 3 4 45 - 26 +19 39
2.    Þróttur R. 19 11 5 3 38 - 29 +9 38
3.    Njarðvík 19 10 7 2 43 - 22 +21 37
4.    HK 19 10 4 5 37 - 25 +12 34
5.    ÍR 19 9 7 3 32 - 20 +12 34
6.    Keflavík 19 9 4 6 45 - 33 +12 31
7.    Völsungur 19 5 4 10 32 - 47 -15 19
8.    Grindavík 19 5 3 11 35 - 55 -20 18
9.    Fylkir 19 4 5 10 29 - 29 0 17
10.    Leiknir R. 19 4 5 10 19 - 36 -17 17
11.    Selfoss 19 5 1 13 21 - 36 -15 16
12.    Fjölnir 19 3 6 10 29 - 47 -18 15
Athugasemdir