Veggur í viðræðum Man Utd um Mbeumo - Chelsea vill Rogers - Ekitike og Isak sápuóperan heldur áfram
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
Sigurður Pétur: Tindastóll klárlega draumaandstæðingur
Jón Arnar: Ætli ég hafi ekki bara sprungið?
Veigar Páll: Við erum einu skrefi nær Laugardalsvelli
Arnar Grétars: Lið sem á að vera að keppa um að fara upp
Ekroth: Eitthvað sem við höfum rætt og erum sammála um
Sölvi Geir: Ef ég fæ að ráða þá fer hann ekkert annað
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
   lau 21. júní 2025 00:51
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Ég þoli ekki jafntefli
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvík tók á móti Leikni R. á Domusnovavellinum í kvöld þegar níunda umferð Lengjudeildarinnar hélt áfram göngu sinni. 


Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  1 Njarðvík

„Auðvitað er þetta svekkjandi" sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga eftir jafnteflið í kvöld.

„Mér fannst þetta bara vera jafnt. Bæði lið voru að gera vel. Það komu kaflaskipti í leiknum þar sem þeir voru aðeins meira ofan á og svo komu næstu kaflaskil þar sem við vorum meira ofan á" 

„Ég er bara ósáttur við að þetta er 88. , 87. eða hvað þetta er og við náum ekki að halda þetta út, fyrst þetta var komið þangað. Þeir voru búnir að fá færi líka og við vorum búnir að fá fullt af dauðafærum hérna sem ég er mjög ósáttur með að hafa ekki klárað þennan leik bara 2-0. Þá hefði þessi leikur bara verið búin" 

Njarðvík hefur verið að misstíga sig gegn þessu liðum í neðri hlutanum og misst leiki niður í jafntefli sem gæti orðið dýrt þegar uppi er staðið. 

„Hvað er neðri hluti og efri hluti í þessari deild? Það eru allir að vinna alla og allskonar úrslit úti um allt. Það er ekki ennþá komin nein lína í efri og neðri hluta finnst mér" 

„Þetta er bara þannig ef þú mætir ekki í leikinn og ert ekki nægilega klár til að leggja þessa vinnu á þig og ert með fókus á því sem þarf að gera þá ertu bara að fara tapa. Þetta er ekki flókið og þannig er þessi deild. VIð þurfum bara að rífa okkur aftur upp til þess að halda áfram að gera það sem við eigum að gera í hverjum leik því þá vitum við það að við getum unnið" 

Jákvæði hlutinn í þessu fyrir Njarðvíkinga er að þeir eru allavega taplausir.

„Jájá, ég er í þessu til að vinna en ekki til þess að gera jafntefli. Ég þoli ekki jafntefli. Ég vill frekar vinna einn og tapa einum heldur en að gera tvö jafntefli, það er bara þannig" 

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍR 12 7 4 1 21 - 8 +13 25
2.    Njarðvík 12 6 6 0 30 - 12 +18 24
3.    HK 12 7 3 2 24 - 13 +11 24
4.    Þróttur R. 12 6 3 3 23 - 20 +3 21
5.    Þór 12 6 2 4 28 - 19 +9 20
6.    Keflavík 12 5 3 4 25 - 18 +7 18
7.    Grindavík 12 4 2 6 28 - 36 -8 14
8.    Völsungur 12 4 2 6 18 - 27 -9 14
9.    Fylkir 12 2 4 6 16 - 20 -4 10
10.    Selfoss 12 3 1 8 13 - 25 -12 10
11.    Fjölnir 12 2 3 7 14 - 27 -13 9
12.    Leiknir R. 12 2 3 7 12 - 27 -15 9
Athugasemdir
banner