Man Utd hefur áhuga á að fá Baleba frá Brighton - Everton í viðræðum um Grealish - Newcastle vill McGinn
„Getum gleymt því ef við ætlum alltaf að gera stærsta andstæðinginn úr okkur sjálfum"
Matti extra stoltur í dag - „Er ekki með héraðsprófið í dómgæslu"
Óskar Smári: Fimm mínútna kafli þar sem við hendum leiknum frá okkur
Nikolaj Hansen: Hefði átt að fara 5-0
Gylfi: Það er eitthvað sérstakt að gerast hérna
Sölvi telur Bröndby hafa vanmetið Víking: „Kaupmannahafnarbúar líta stórt á sig“
Nik: Það getur allt gerst í bikarleik, sjáðu bara Man Utd á móti Coventry
Hrafnhildur Ása: Tveir tapleikir í bikarúrslit, kominn tími til að vinna
Fyrirliði Bröndby á Víkingsvelli: Getur allt gerst í fótbolta
Þjálfari Bröndby: Forréttindi að koma til Íslands
Niko Hansen fremstur í flokki af löndum sínum - „Víkingur er mitt lið"
Sölvi gefur ekki upp hvor verður í markinu - „Þurfum að eiga tvo algjöra toppleiki“
Steven Caulker: Töluvert betri en ég bjóst við
Rúnar Kristins: Búnir að brenna af allt of mörgum færum í sumar
Jökull: Fyrri hálfleikur ævintýralega slakur
Diego Montiel: Ég gerði heimskuleg mistök og gaf þeim víti
Davíð Smári: Við skorum mark sem mér fannst vera löglegt
Maggi ósáttur með dómarann: Það er búið að merkja Elmar Kára í þessari deild
Best í Mjólkurbikarnum: Með montréttinn heima fyrir
Túfa svekktur: Var að hugsa um að við værum að sigla þessu heim
   lau 21. júní 2025 00:51
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Ég þoli ekki jafntefli
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvík tók á móti Leikni R. á Domusnovavellinum í kvöld þegar níunda umferð Lengjudeildarinnar hélt áfram göngu sinni. 


Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  1 Njarðvík

„Auðvitað er þetta svekkjandi" sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga eftir jafnteflið í kvöld.

„Mér fannst þetta bara vera jafnt. Bæði lið voru að gera vel. Það komu kaflaskipti í leiknum þar sem þeir voru aðeins meira ofan á og svo komu næstu kaflaskil þar sem við vorum meira ofan á" 

„Ég er bara ósáttur við að þetta er 88. , 87. eða hvað þetta er og við náum ekki að halda þetta út, fyrst þetta var komið þangað. Þeir voru búnir að fá færi líka og við vorum búnir að fá fullt af dauðafærum hérna sem ég er mjög ósáttur með að hafa ekki klárað þennan leik bara 2-0. Þá hefði þessi leikur bara verið búin" 

Njarðvík hefur verið að misstíga sig gegn þessu liðum í neðri hlutanum og misst leiki niður í jafntefli sem gæti orðið dýrt þegar uppi er staðið. 

„Hvað er neðri hluti og efri hluti í þessari deild? Það eru allir að vinna alla og allskonar úrslit úti um allt. Það er ekki ennþá komin nein lína í efri og neðri hluta finnst mér" 

„Þetta er bara þannig ef þú mætir ekki í leikinn og ert ekki nægilega klár til að leggja þessa vinnu á þig og ert með fókus á því sem þarf að gera þá ertu bara að fara tapa. Þetta er ekki flókið og þannig er þessi deild. VIð þurfum bara að rífa okkur aftur upp til þess að halda áfram að gera það sem við eigum að gera í hverjum leik því þá vitum við það að við getum unnið" 

Jákvæði hlutinn í þessu fyrir Njarðvíkinga er að þeir eru allavega taplausir.

„Jájá, ég er í þessu til að vinna en ekki til þess að gera jafntefli. Ég þoli ekki jafntefli. Ég vill frekar vinna einn og tapa einum heldur en að gera tvö jafntefli, það er bara þannig" 

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍR 15 9 5 1 27 - 12 +15 32
2.    Njarðvík 15 8 7 0 36 - 14 +22 31
3.    Þróttur R. 15 8 4 3 28 - 23 +5 28
4.    Þór 15 8 3 4 34 - 22 +12 27
5.    HK 15 8 3 4 26 - 18 +8 27
6.    Keflavík 15 7 4 4 34 - 24 +10 25
7.    Völsungur 15 5 3 7 25 - 31 -6 18
8.    Grindavík 15 4 2 9 29 - 42 -13 14
9.    Selfoss 15 4 1 10 15 - 30 -15 13
10.    Fylkir 15 2 5 8 20 - 26 -6 11
11.    Fjölnir 15 2 5 8 22 - 36 -14 11
12.    Leiknir R. 15 2 4 9 13 - 31 -18 10
Athugasemdir
banner