Maguire og Fernandes áfram á Old Trafford - Silva til í að fara - Endrick í úrvalseildina - Semenyo til Man Utd?
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
Kallaður Evrópu-Sævar í Bergen - „Segja að ég spili best undir Freysa“
Sjáðu það helsta úr spænska: Barcelona tapaði stórt og Real fór á toppinn
Sjáðu það helsta úr ítalska: Markaveisla í Róm og Napoli fór á toppinn
Matthías: Ég stefni á að vera áfram með liðið og verð áfram með liðið
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
Sjáðu það helsta þegar Lille gerði jafntefli við PSG
Gylfi: Ég kom heim til að vinna deildina
Helgi Guðjóns: Maður missti aðeins stjórn á sér
   lau 21. júní 2025 00:51
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Ég þoli ekki jafntefli
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvík tók á móti Leikni R. á Domusnovavellinum í kvöld þegar níunda umferð Lengjudeildarinnar hélt áfram göngu sinni. 


Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  1 Njarðvík

„Auðvitað er þetta svekkjandi" sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga eftir jafnteflið í kvöld.

„Mér fannst þetta bara vera jafnt. Bæði lið voru að gera vel. Það komu kaflaskipti í leiknum þar sem þeir voru aðeins meira ofan á og svo komu næstu kaflaskil þar sem við vorum meira ofan á" 

„Ég er bara ósáttur við að þetta er 88. , 87. eða hvað þetta er og við náum ekki að halda þetta út, fyrst þetta var komið þangað. Þeir voru búnir að fá færi líka og við vorum búnir að fá fullt af dauðafærum hérna sem ég er mjög ósáttur með að hafa ekki klárað þennan leik bara 2-0. Þá hefði þessi leikur bara verið búin" 

Njarðvík hefur verið að misstíga sig gegn þessu liðum í neðri hlutanum og misst leiki niður í jafntefli sem gæti orðið dýrt þegar uppi er staðið. 

„Hvað er neðri hluti og efri hluti í þessari deild? Það eru allir að vinna alla og allskonar úrslit úti um allt. Það er ekki ennþá komin nein lína í efri og neðri hluta finnst mér" 

„Þetta er bara þannig ef þú mætir ekki í leikinn og ert ekki nægilega klár til að leggja þessa vinnu á þig og ert með fókus á því sem þarf að gera þá ertu bara að fara tapa. Þetta er ekki flókið og þannig er þessi deild. VIð þurfum bara að rífa okkur aftur upp til þess að halda áfram að gera það sem við eigum að gera í hverjum leik því þá vitum við það að við getum unnið" 

Jákvæði hlutinn í þessu fyrir Njarðvíkinga er að þeir eru allavega taplausir.

„Jájá, ég er í þessu til að vinna en ekki til þess að gera jafntefli. Ég þoli ekki jafntefli. Ég vill frekar vinna einn og tapa einum heldur en að gera tvö jafntefli, það er bara þannig" 

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þór 22 14 3 5 51 - 31 +20 45
2.    Njarðvík 22 12 7 3 50 - 25 +25 43
3.    Þróttur R. 22 12 5 5 43 - 37 +6 41
4.    HK 22 12 4 6 46 - 29 +17 40
5.    Keflavík 22 11 4 7 53 - 39 +14 37
6.    ÍR 22 10 7 5 38 - 27 +11 37
7.    Völsungur 22 7 4 11 36 - 52 -16 25
8.    Fylkir 22 6 5 11 34 - 32 +2 23
9.    Leiknir R. 22 6 5 11 24 - 40 -16 23
10.    Grindavík 22 6 3 13 38 - 61 -23 21
11.    Selfoss 22 6 1 15 25 - 44 -19 19
12.    Fjölnir 22 3 6 13 32 - 53 -21 15
Athugasemdir
banner