Arsenal gæti keypt Lautaro á metfé - Líklegt að Arsenal kaupi Sesko í sumar - Launakröfur Garnacho of háar fyrir Napoli
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   fim 21. júlí 2022 21:58
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn: Þjálfari þeirra hagaði sér eins og apaköttur
Annað markið ómetanlegt, mikill munur á 1-0 og 2-0
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Það var á miklu að taka í viðtali við Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfara Breiðabliks eftir mikilvægann 2-0 sigur gegn FK Buducnost en Breiðablik skoraði fyrra markið á 88. mínútu og svo seinna markið á 97. mínútu úr vítaspyrnu. Einnig fengu Buducnost menn tvö rauð spjöld og þjálfari þeirra einnig.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 Buducnost

"Ég get auðvitað bara sagt þegar öllu er á botninn hvolft þá er ég sáttur að hafa náð tveimur mörkum og fara með tveggja marka forystu í seinni leikinn. Það var erfitt að brjóta þá á bak aftur og varð ekkert auðveldara þegar þeir urðu einum eða tveimur manni færri og þeir hertust í því sem þeir eru góðir í, að hægja á leiknum, detta og láta tímann líða. Þetta var rosalega skrítinn og erfiður leikur, víruð stemning frá þeirra hálfu og mér fannst þeir eitthvern veginn aldrei vera koma hingað til þess að spila fótbolta heldur leið mér eins og þeir ætluðu að sleppa með 0-0 og ganga frá okkur í seinni leiknum"

Eins og áður kom fram fengu tveir leikmenn Buducnost rautt spjald sem og þjálfari liðsins, hvernig sá Óskar þetta?

"Ég held að bæði rauðu spjöldin voru hárrétt, engin spurning að leikmaður númer 3 átti að fá rautt og ekki annað hægt að gera en að henda þessum mönnum af velli. Þjálfarinn var búinn að fara þrisvar inn á völlinn og hagaði sér eins og apaköttur, það er ekkert annað orð yfir það. Þetta var bara ákveðið stjórnleysi hjá þeim"

" Kannski bjuggumst við, við auðveldari leik og við hefðum getað labbað í gegnum þetta enmér fannst við sterkari aðilinn allann tímann, saknaði aðeins að sjá meiri greddu í teignum og betri ákvarðanir í síðustu sendingunni en milli teiganna fannst mér við vera flottir. Svona leikur er bara rosalega dýrmætur í reynslubankann, þetta er ekki leikur sem við fáum á Íslandi, fáum ekki svona bíó, svona framkomu, svona leikrit eins og þeir buðu upp á. Bara stoltur af liðinu mínu að klára þetta með að halda haus og ekki missa móðinn"

Hversu mikilvægt var að ná seinna markinu í blálokinn og fara með 2-0 forystu til Svartfjallalands í seinni leikinn?

"Það er bara ómetanlegt held ég, rosalega mikill munur á 1-0 og 2-0. Ég segi það aftur ég er stoltur af liðinu mínu, það hefði verið auðvelt að fara í langann og eitthverja örvæntingu en misstum okkur aldrei í það, trúðum á planið og upp úr því komu bæði þessi mörk"

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum fyrir ofan, þar sem Óskar talar um hversu vel honum leið í stöðunni 0-0, hvernig móttökurnar verða í Svartfjallalandi og fleira.
Athugasemdir
banner
banner
banner