
„Við spiluðum frábærlega í fyrri hálfleik sérstaklega," sagði Máni Austmann Hilmarsson sem skoraði fyrsta markið í 5-1 sigri Fjölnis gegn Grindavík í dag.
Lestu um leikinn: Fjölnir 5 - 1 Grindavík
„Ég fæ boltann annað hvort frá Bjarna eða DIngvar, kötta á hægri, kötta á vinstri, kötta á hægri og skeytin. Þetta var bara fínt," sagði Máni sem vildi ekki meina að vindurinn hefði haft áhrif á skotið. „Þetta er Neymar style," sagði sóknarmaðurinn og tók handarhreyfingu.
Markið var áttunda mark Mána í sumar. „Ég er búinn að spila mjög vel að undanförnu en ekki náð að skora. Ég er að spila í strikernum og þá þarf maður að skora. Fínt að geta skorað núna."
Máni fékk sömu spurningu og Úlfur þjálfari. Af hverju er Hans Viktor að spila í Lengjudeildinni. Svarið má sjá í spilaranum efst.
En var svekkjandi að geta ekki spilað gegn tvíburabróður sínum Degi?
„Hann ákvað að ristarbrotna í einhverjum leik í byrjun, hann er að snúa til baka. Ég skora eiginlega alltaf á móti honum líka," sagði Máni sem staðfesti að skotið frá Vilhjálmi sem skoraði fjórða mark Fjölnis hefði farið yfir línuna.
Mark Mána má sjá hér að neðan.
Athugasemdir