Arsenal hefur áhuga á Rogers - Elliott færist nær Leipzig - Forest hefur áhuga á Carmona og Cash
   fim 21. ágúst 2025 19:40
Ívan Guðjón Baldursson
Inter kaupir miðjumann fyrir 25 milljónir
Diouf í leik með U21 liði Frakklands á EM í sumar.
Diouf í leik með U21 liði Frakklands á EM í sumar.
Mynd: EPA
Ítalska stórveldið Inter er að kaupa nýjan miðjumann í sínar raðir sem kemur úr röðum franska félagsins RC Lens.

Inter borgar tæpar 25 milljónir evra til að kaupa Andy Diouf, sem er 22 ára gamall og er með 41 leiki að baki fyrir yngri landslið Frakklands. Hann var partur af U23 liðinu sem fór í úrslitaleik á Ólympíuleikunum í fyrra.

Diouf er fjölhæfur miðjumaður sem er góður bæði varnarlega og sóknarlega. Hann tekur sæti Kristjan Asllani í hópnum, sem virðist vera á leið til Torino.

Hann gerir fimm ára samning við Inter og mun gangast undir læknisskoðun á næstu dögum.

Diouf er fjórði leikmaðurinn sem Inter kaupir fyrir aðalliðið sitt í sumar eftir Luis Henrique, Ange-Yoan Bonny og Petar Sucic.

Lens hafnaði 20 milljóna evru tilboði frá Ítalíumeisturum Napoli á dögunum.

   21.08.2025 10:31
Ofurtölvan spáir því að Inter verði ítalskur meistari

Athugasemdir
banner
banner