Villa horfir til Jackson - Chelsea leggur aukna áherslu á Garnacho - Tottenham vill leikmann Mónakó
   mið 20. ágúst 2025 20:59
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin: Bodö/Glimt á leið í deildarkeppnina í fyrsta sinn - FCK í fínni stöðu
Það þarf eitthvað stórslys til að Bodö/Glimt fari ekki í deildarkeppni Meistaradeildarinnar
Það þarf eitthvað stórslys til að Bodö/Glimt fari ekki í deildarkeppni Meistaradeildarinnar
Mynd: EPA
Xherdan Shaqiri skoraði eina mark Basel gegn FCK
Xherdan Shaqiri skoraði eina mark Basel gegn FCK
Mynd: EPA
Lærisveinar Mourinho gerðu markalaust jafntefli við Benfica
Lærisveinar Mourinho gerðu markalaust jafntefli við Benfica
Mynd: EPA
Bodö/Glimt er komið með annan fótinn í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir að hafa pakkað austurríska liðinu Sturm Graz saman, 5-0, á Aspmyra-leikvanginum í Bodö í kvöld.

Norðmennirnir völtuðu yfir Sturm Graz í fyrri hálfleiknum. Liðið komst í 3-0 forystu á rúmum tuttugu mínútum.

Kasper Hogh og Odin Luras Bjortuft skoruðu tvö mörk á þremur mínútum áður en Ulrik Saltnes bætti við þriðja markinu á 23. mínútu.

Hakon Evjen gerði fjórða markið snemma í þeim síðari áður en danski varnarmaðurinn William Boving setti boltann í eigið net rúmum tíu mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma.

Öruggt og þægilegt hjá Bodö/Glimt sem þarf aðeins að forðast stórslys í seinni leiknum til að komast í deildarkeppni Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn. Ekkert sem ætti að koma á óvart eftir árangur liðsins í Evrópu- og Sambandsdeildinni á síðustu árum, en liðið komst í undanúrslit Evrópudeildarinnar á síðasta tímabili og í 8-liða úrslit Sambandsdeildarinnar árið 2022.

Svissneska liðið Basel gerði 1-1 jafntefli við FCK á St. Jakob's Park í Basel.

Heimamaðurinn Xherdan Shaqiri kom Basel í 1-0 á 14. mínútu með marki úr vítaspyrnu en gestirnir jöfnuðu með marki Gabriel Pereira undir lok fyrri hálfleiks.

Jonas Adjetey, varnarmaður Basel sá sitt annað gula spjald og þar með rautt á 77. mínútu og tíu mínútum síðar kom Andreas Cornelius boltanum í netið eftir góða sendingu inn fyrir, en VAR tók markið af þar sem Cornelius var rétt fyrir innan þegar sendingin kom.

Flott úrslit fyrir FCK sem fær Basel í heimsókn í næstu viku fyrir framan brjálaða stuðningsmenn á Parken.

Rúnar Alex Rúnarsson var á bekknum hjá FCK en kom ekkert við sögu.

Skoska liðið Celtic gerði markalaust jafntefli við Kairat Almaty frá Kasakstan og þá var sama niðurstaða er Fenerbahce mætti Benfica í Tyrklandi.

Florentino Luis, leikmaður Benfica, sá rautt spjald tuttugu mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma. Seinni leikurinn er spilaður í Lissabon í næstu viku.

Basel 1 - 1 FC Kobenhavn
1-0 Xherdan Shaqiri ('14 , víti)
1-1 Gabriel Pereira ('45 )
Rautt spjald: Jonas Adjei Adjetey, Basel ('82)

Bodo-Glimt 5 - 0 Sturm
1-0 Kasper Hogh ('7 )
2-0 Odin Luras Bjortuft ('10 )
3-0 Ulrik Saltnes ('25 )
4-0 Hakon Evjen ('54 )
5-0 William Boving ('79 , sjálfsmark)

Celtic 0 - 0 Kairat

Fenerbahce 0 - 0 Benfica
Rautt spjald: Florentino, Benfica ('71)
Athugasemdir
banner
banner