Það hefur lítið gengið upp hjá sóknarmanninum Divock Origi eftir að hann yfirgaf Liverpool.
Origi var költhetja hjá Liverpool og var hann frábær í því að koma inn af bekknum.
Origi var költhetja hjá Liverpool og var hann frábær í því að koma inn af bekknum.
Origi, sem er þrítugur, gekk í raðir AC Milan árið 2022 en þar hefur lítið gengið hjá honum. Hann hefur spilað 36 leiki fyrir félagið og skorað tvö mörk.
Hann hefur ekki spilað fyrir Milan síðan 2023 og hefur í raun ekki verið hluti af aðalliðinu.
La Gazzetta dello Sport segir núna að Origi og Milan séu að komast að samkomulagi um riftun á samningi hans.
Origi hefur verið að æfa einn með styrktarþjálfara fjarri æfingasvæði félagsins.
Athugasemdir