Villa horfir til Jackson - Chelsea leggur aukna áherslu á Garnacho - Tottenham vill leikmann Mónakó
   mið 20. ágúst 2025 23:00
Brynjar Ingi Erluson
Hjörtur á leið til Álaborgar?
Hjörtur Hermannsson
Hjörtur Hermannsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danska B-deildarfélagið Álaborg er að vinna í því að fá Hjört Hermannsson frá gríska félaginu Volos en þetta segir Simon Ydesen, blaðamaður hjá NordJyske í dag.

Hjörtur er samningsbundinn Volos út þessa leikíð en það er möguleiki á að hann sé á förum frá félaginu eftir eins árs dvöl í Grikklandi.

Hann byrjaði í 4-0 bikarsigri á Giannina í gær sem gæti mögulega verið hans síðasti leikur með liðinu.

Fram kemur í NordJyske að Álaborg sé að vinna hörðum höndum að því að fá Hjört til félagsins ásamt rússneska framherjanum German Onugkha sem er á mála hjá FCK.

Hjörtur, sem hefur einnig verið orðaður við OB, þekkir vel til í Danmörku eftir að hafa spilað með Bröndby, þar sem hann vann bæði deild- og bikar á fimm árum sínum þar.

Álaborg spilar í B-deildinni en er að setja mikinn metnað á leikmannamarkaðnum til þess að auka möguleikana á að komast aftur upp í efstu deild.

Tveir Íslendingar eru á mála hjá Álaborg en það eru þeir Nóel Atli Arnórsson og Helgi Hafsteinn Jóhannsson. Nóel er fastamaður í aðalliðinu á meðan Hafsteinn, sem gekk í raðir félagsins frá Grindavík á síðasta ári, leikur með unglingaliðinu.

Fyrrum landsliðsmaðurinn Ólafur Örn Bjarnason er yfirmaður akademíunnar hjá Álaborg, en hann hefur fengið mikið hrós fyrir starf sitt í Skandinavíu. Áður starfaði hann hjá Stabæk, Egersund, Fyllingdalen og norska fótboltasambandinu.
Athugasemdir
banner