Arsenal hefur áhuga á Rogers - Elliott færist nær Leipzig - Forest hefur áhuga á Carmona og Cash
   fim 21. ágúst 2025 08:38
Elvar Geir Magnússon
Tíu slösuðust alvarlega í hópslagsmálum í Argentínu
Mynd: EPA
Harkaleg átök brutust út milli stuðningsmanna heimaliðsins Independiente og gestaliðsins Universidad de Chile í Suður-Ameríkubikarnum.

Leikurinn fór fram í Búenos Aíres, höfuðborg Argentínu, og samkvæmt fréttum slösuðust tíu alvarlega í hópslagsmálunum og yfir 300 einstaklingar voru handteknir.

Átökin leiddu til þess að áhorfendur þurftu að flýja, sumir voru barðir og afklæddir.

Forseti Síle, Gabriel Boric, fordæmir atvikið og kallar eftir því að þeir sem bera sök á þessum hörmulegu atburðum verði dregnir til ábyrgðar.

Leik var hætt vegna slagsmálana en þá var staðan 1-1, en gestirnir frá Síle voru að vinna einvígið samtals 2-1.
Athugasemdir
banner
banner