Arsenal hefur áhuga á Rogers - Elliott færist nær Leipzig - Forest hefur áhuga á Carmona og Cash
   fim 21. ágúst 2025 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
Tottenham snýr sér að Tyler Dibling
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Tottenham Hotspur er búið að missa af einu helsta skotmarki sínu í sumarglugganum, kantmanninum knáa Eberechi Eze.

Eze kaus að fara frekar yfir til Arsenal þar sem hann vonast til að vera með í baráttunni um alla helstu titla á tímabilinu.

Það eru rétt rúmir 11 dagar eftir af sumarglugganum og er Tottenham í leit að þremur nýjum leikmönnum samkvæmt Michael Bridge hjá Sky Sports.

Félaginu vantar einn framherja, kantmann og miðvörð til að fullkomna hópinn fyrir Thomas Frank.

Tottenham ætlar því að snúa sér að Tyler Dibling hjá Southampton og Maghnes Akliouche hjá AS Mónakó.

Dibling er gífurlega eftirsóttur í sumar en Southampton er talið vilja fá um 50 milljónir punda fyrir ungstirnið.

Akliouche er 23 ára sóknartengiliður og kantmaður með 29 leiki að baki fyrir yngri landslið Frakklands. Hann var partur af U23 liðinu sem endaði í öðru sæti á Ólympíuleikunum í fyrra.

Hann hefur komið að 34 mörkum í 97 leikjum með Mónakó þrátt fyrir ungan aldur.

Félagið er búið að krækja í Mohammed Kudus og Mathys Tel í sumar en missti af Morgan Gibbs-White fyrr í glugganum.

Morgan Rogers hefur einnig verið nefndur til sögunnar en Aston Villa vill ekki selja hann. Þá er Tottenham enn í viðræðum við Manchester City um Savinho.

   12.08.2025 17:30
Southampton heldur áfram að hafna stórum tilboðum

Athugasemdir
banner