Villa horfir til Jackson - Chelsea leggur aukna áherslu á Garnacho - Tottenham vill leikmann Mónakó
   mið 20. ágúst 2025 20:10
Brynjar Ingi Erluson
Kiwior hugsanlegur arftaki Guehi
Jakub Kiwior er líklega á förum frá Arsenal
Jakub Kiwior er líklega á förum frá Arsenal
Mynd: Arsenal
Pólski varnarmaðurinn Jakub Kiwior gæti verið á leið frá Arsenal til Crystal Palace en þetta segir Miguel Delaney hjá Independent í kvöld.

Félögin eru í viðræðum um enska sóknartengiliðinn Eberechi Eze sem mun kosta Arsenal um það bil 60 milljónir punda og í leiðinni er verið að ræða önnur félagaskipti.

Independent segir að Palace sé að reyna fá Kiwior frá Arsenal, en þau skipti tengjast ekki viðræðunum um Eze.

Kiwior er 25 ára gamall og spilar stöðu miðvarðar en hann hefur verið á mála hjá Arsenal frá 2023.

Hann hefur verið orðaður við Newcastle og fleiri félög í glugganum, en nú virðist líklegt að hann fari til Palace.

Arsenal í raun að hjálpa Liverpool þarna í að landa enska varnarmanninum Marc Guehi. Liverpool hefur átt í viðræðum við Palace síðustu vikur, en Palace vill finna mann í hans stað og virðist hann fundinn.

Palace vill fá í kringum 40 milljónir punda fyrir Guehi sem spilaði allan leikinn í markalausa jafnteflinu gegn Chelsea um helgina. Hann mun líklega spila umspilsleikina í Sambandsdeildinni með Palace áður en hann verður seldur til Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner