Stuðningsmenn Arsenal eru gríðarlega spenntir fyrir Eberechi Eze sem er á leið til félagsins frá Crystal Palace. Það kryddar kaupin að Eze var á leið til Tottenham þegar Arsenal blandaði sér óvænt í baráttuna.
Listamaður sem kemur ekki fram undir nafni en kallar sig Northbanksy teiknaði mynd af Eze á vegg í göngum nálægt Emirates leikvangnum í nótt. Á myndinni er hann í treyju Arsenal.
Eftir að Kai Havertz meiddist á hné ákvað Arsenal að bregðast við og er nálægt því að krækja í Eze.
Eze ólst upp sem stuðningsmaður Arsenal og var í akademíu félagsins til þrettán ára aldurs.
Athugasemdir