Hákon Arnar Haraldsson er að hefja sitt þriðja tímabil hjá Lille í Frakklandi. Hann byrjaði tímabilið vel því hann skoraði í 3-3 jafntefli gegn Brest á dögunum.
Alex Barker, sem er greinandi fyrir The Athletic, segir að Hákon sé leikmaður sem vert er að fylgjast með á þessu tímabili.
Alex Barker, sem er greinandi fyrir The Athletic, segir að Hákon sé leikmaður sem vert er að fylgjast með á þessu tímabili.
Barker segir að Hákon sé leikmaður sem hann hafi skoðað vel þegar hann var að skoða möguleg leikmannakaup fyrir Crystal Palace.
Hákon sé verulega áhugaverður leikmaður en þurfi að fínpússa ákveðna hluti til að komast í ensku úrvalsdeildina.
Barker bendir á að Hákon hafi tekið miklum framförum á milli tímabil hjá Lille en hann kom að átta mörkum á síðasta tímabili.
„Hann er mjög fjölhæfur leikmaður og stór ástæða fyrir því að þú getur spilað honum út um allt framarlega á vellinum er út af því hversu gáfaður leikmaður hann er," segir Barker.
Hann segir að Hákon þurfi að bæta hraða sinn, styrk og þurfi að vera hugrakkari í að nota vinstri fótinn. Ef hann gerir það, þá sé hann vel fær um að spila í ensku úrvalsdeildinni.
„Hákon er skemmtilegur leikmaður til að fylgjast með hjá Lille á þessu tímabili," segir Barker en við Íslendingar getum svo sannarlega tekið undir það.
One to watch: Hakon Haraldsson ????????
— Alex (@AlexanderBrkr) August 18, 2025
When I was planning my Sensible Transfers video for Crystal Palace, and I came very close to picking Haraldsson as their right-sided 10.
Here's why I liked him enough to consider, and what he can polish this season to reach the PL ?? pic.twitter.com/iJefdgkGUW
Athugasemdir