Arsenal hefur áhuga á Rogers - Elliott færist nær Leipzig - Forest hefur áhuga á Carmona og Cash
   fim 21. ágúst 2025 21:06
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeild kvenna: Dýrmætir sigrar hjá Gróttu og Grindavík/Njarðvík
Kvenaboltinn
Grótta fagnar marki í kvöld.
Grótta fagnar marki í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Grótta og Grindavík/Njarðvík unnu mikilvæga sigra á heimavöllum sínum í Lengjudeild kvenna í kvöld.

Sigrarnir gera liðunum kleift að berjast við HK um annað sæti deildarinnar þegar aðeins tvær umferðir eru eftir af tímabilinu. Efstu tvö sætin fara upp í Bestu deildina fyrir næsta sumar.

Hulda Ösp Ágústsdóttir var hetja Gróttu í grannaslag gegn KR í dag, þar sem hún skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri.

Á sama tíma rúllaði Grindavík/Njarðvík yfir botnlið Aftureldingar og vann 8-0. Mosfellingar féllu því með stæl.

Tinna Hrönn Einarsdóttir var atkvæðamest með þrennu í liði heimakvenna en liðsfélagar hennar skiptu restinni af mörkunum jafnt á milli sín.

ÍA sigraði að lokum Hauka í þýðingarlitlum slag. Erla Karitas Jóhannesdóttir var hetjan þar og skoraði bæði mörkin í endurkomusigri Skagakvenna.

Grótta 2 - 0 KR
1-0 Hulda Ösp Ágústsdóttir ('20 )
2-0 Hulda Ösp Ágústsdóttir ('90 )

ÍA 2 - 1 Haukar
0-1 Ragnheiður Tinna Hjaltalín ('26 )
1-1 Erla Karitas Jóhannesdóttir ('42 )
2-1 Erla Karitas Jóhannesdóttir ('59 )

Grindavík/Njarðvík 8 - 0 Afturelding
1-0 Tinna Hrönn Einarsdóttir ('3 )
2-0 Ása Björg Einarsdóttir ('7 )
3-0 Tinna Hrönn Einarsdóttir ('10 )
4-0 Danai Kaldaridou ('14 )
5-0 Tinna Hrönn Einarsdóttir ('40 )
6-0 Brookelynn Paige Entz ('53 )
7-0 Danai Kaldaridou ('55 , Mark úr víti)
8-0 Sophia Faith Romine ('59 )
Lengjudeild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 16 14 1 1 65 - 13 +52 43
2.    HK 16 11 1 4 41 - 24 +17 34
3.    Grindavík/Njarðvík 16 10 2 4 38 - 21 +17 32
4.    Grótta 16 10 1 5 34 - 25 +9 31
5.    KR 16 7 1 8 35 - 40 -5 22
6.    ÍA 16 6 3 7 24 - 29 -5 21
7.    Haukar 16 6 1 9 24 - 37 -13 19
8.    Keflavík 16 4 4 8 23 - 26 -3 16
9.    Fylkir 16 2 2 12 19 - 42 -23 8
10.    Afturelding 16 2 0 14 12 - 58 -46 6
Athugasemdir
banner
banner