Villa horfir til Jackson - Chelsea leggur aukna áherslu á Garnacho - Tottenham vill leikmann Mónakó
   fim 21. ágúst 2025 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Albert að fá nýjan liðsfélaga frá Cagliari
Mynd: EPA
Ítalska félagið Fiorentina er að fá hinn stóra og stæðilega Roberto Piccoli frá Cagliari.

Piccoli er 24 ára gamall sóknarmaður sem er ætlað að spila með Moise Kean á toppnum.

Blaðamaðurinn Gianluca Di Marzio segir að Fiorentina sé að kaupa hann frá Cagliari á 25 milljónir evra og ofan á það koma 3,4 milljónir evra sem eru bundnar við árangur.

Kaupin velta þó einnig á því hvort brasilíski leikmaðurinn Lucas Beltran fari í glugganum en hann er sagður á leið til CSKA Moskvu í Rússlandi fyrir 11 milljónir evra.

Piccoli skoraði 10 mörk með Cagliari í Seríu A á síðustu leiktíð og hefur þegar komist á blað í ítalska bikarnum á þessu tímabili. Hann er uppalinn hjá Atalanta, en hefur einnig spilað með Genoa, Hellas Verona, Lecce og Spezia.

Íslenski landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson er á mála hjá Fiorentina og er ætlað að mata Piccoli í framlínunni á leiktíðinni.
Athugasemdir
banner