Arsenal hefur áhuga á Rogers - Elliott færist nær Leipzig - Forest hefur áhuga á Carmona og Cash
   fim 21. ágúst 2025 13:51
Elvar Geir Magnússon
Slot vildi ekki tjá sig um Isak og Guehi - „Sýni því skilning að þið verðið að spyrja“
Arne Slot, stjóri Liverpool.
Arne Slot, stjóri Liverpool.
Mynd: EPA
Fyrsta spurning á fréttamannafundi Arne Slot, stjóra Liverpool, var út í Alexander Isak, sóknarmann Newcastle, og Marc Guehi, miðvörð Crystal Palace.

Liverpool er að reyna að krækja í þá báða en Slot vildi ekkert tjá sig um þá á fréttamannafundinum.

„Það er ekki mikið sem ég get sagt ykkur. Og ef einhver annar spyr þessarar spurningar þá verður svarið það sama," segir Slot.

„Ég er til í að tala um leikmennina sem við erum með. En ég sýni því skilning að þið þurfið að spyrja að þessu."

Isak hefur ekki farið leynt með að hann vilji ólmur fara til Liverpool og samband hans við Newcastle virðist í molum.
Athugasemdir
banner