Arsenal er að ganga frá viðræðum við Crystal Palace um enska sóknartengiliðinn Eberechi Eze og er hann sagður spenntur fyrir því að ganga í raðir félagsins. Þetta segir David Ornstein hjá Athletic í kvöld.
Arsenal hefur lengt haft auga á Eze og var talið líklegast að hann myndi enda þar fyrri hluta sumarsins.
Tottenham kom sér inn í baráttuna og hafði náð samkomulagi við Eze, en síðustu daga verið að vinna í því að ná samningum við Palace um kaupverð.
Samkvæmt Ornstein er Tottenham búið að ná samkomulagi við Palace og Eze, en Tottenham er reiðubúið að ganga frá borði og skoða aðra kosti ef hann ákveður að velja Arsenal.
Arsenal þurfti að leita á markaðinn eftir að Kai Havertz meiddist illa og segir Ornstein að félagið hafi sett sig í samband við Palace í dag og sé nú að nálgast samkomulag.
Talið er að þessi ákvörðun verði auðveld fyrir hinn 27 ára gamla Eze sem hefur stutt Arsenal frá blautu barnsbeini og spilaði meðal annars með unglingaliðum félagsins.
Hann mun þó ekki fara neitt fyrr en eftir umspilsleiki Palace í Sambandsdeildinni og sama á við um Marc Guehi sem hefur verið orðaður við Liverpool síðustu vikur.
Athugasemdir