Arsenal hefur áhuga á Rogers - Elliott færist nær Leipzig - Forest hefur áhuga á Carmona og Cash
   fim 21. ágúst 2025 15:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tveir leikmenn í Bayer Leverkusen (Staðfest)
Echeverri fær treyju númer 9.
Echeverri fær treyju númer 9.
Mynd: Bayer Leverkusen
Argentínumaðurinn efnilegi, Claudio Echeverri, er genginn í raðir Bayer Leverkusen á láni frá Manchester City. Franski miðvörðurinn Loic Bade skrifaði líka undir á sama tíma en hann er keyptur frá Sevilla.

Þýska félagið staðfesti þessi tíðindi í dag.

Erik ten Hag, fyrrum stjóri Manchester United, stýrir nú Leverkusen og sækir þennan bráðefnilega leikmann frá City.

Það er enginn kaupmöguleiki hluti af lánssamningnum en Leverkusen mun borga laun Echeverri út tímabilið.

Echeverri er reynslumikill þrátt fyrir ungan aldur. Hann hefur spilað 48 leiki fyrir aðallið River Plate og skorað í þeim fjögur mörk. Þá hefur hann leikið mikinn fjölda leikja fyrir yngri landslið Argentínu og verið þar í mikilvægu hlutverki.

Bade er 25 ára gamall og hefur heillað mikið með Sevilla undanfarin ár.
Athugasemdir
banner
banner