Arsenal hefur áhuga á Rogers - Elliott færist nær Leipzig - Forest hefur áhuga á Carmona og Cash
   fim 21. ágúst 2025 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Útilokar ekki að velja félagslausan Eriksen
Christian Eriksen.
Christian Eriksen.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Danski landsliðshópurinn fyrir leiki í undankeppni HM verður tilkynntur á mánudag. Ekki er útilokað að Christian Eriksen verði í hópnum þó hann sé félagslaus og ekkert búinn að spila síðustu vikur og mánuði.

Eriksen hefur verið að æfa í Óðinsvé í Danmörku en það bólar ekkert á því að hann sé að fara að semja við eitthvað félag á næstunni.

Þó er ekki útilokað að hann verði í landsliðinu. Brian Riemer, þjálfari Danmerkur, er að meta stöðuna.

„Ég er viss um að Christian gæti verið búinn að finna nýtt félag núna. En hann er að reyna að finna besta staðinn fyrir sjálfan sig," sagði Riemer.
Athugasemdir
banner
banner