Max Eberl, yfirmaður fótboltamála hjá Bayern München, segir að félagið muni ekki reyna meira við Nick Woltemade, sóknarmann Stuttgart.
Woltemade, sem var frábær með þýskalandi á Evrópumóti U21 landsliða í sumar, er sagður æstur í því að yfirgefa Stuttgart og fara til Bayern.
Woltemade, sem var frábær með þýskalandi á Evrópumóti U21 landsliða í sumar, er sagður æstur í því að yfirgefa Stuttgart og fara til Bayern.
Hann hefur ítrekað sagt forráðamönnum Stuttgart frá sinni afstöðu: Hann vill fara til Bayern München.
Stuttgart hefur hins vegar hafnað öllum tilboðum og ætlar ekki að selja hann.
„Það hefur verið mikið rætt en þetta er ekki inn í myndinni," sagði Eberl og grínaðist með það hvort Bayern gæti fengið hann inn á láni, en það eru svo gott sem engar líkur á því að það gerist.
Athugasemdir