Oliver Glasner þjálfari Crystal Palace staðfesti fyrir upphafsflautið gegn Fredrikstad í forkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld að Eberechi Eze bað um að vera ekki með í leiknum.
Arsenal er að ganga frá kaupum á leikmanninum sem vill ekki eiga í hættu á að meiðast fyrir félagaskiptin.
Arsenal borgar riftunarverðið fyrir Eze, sem nemur 67,5 milljónum punda.
„Ég bjóst við að hann myndi byrja leikinn í dag en hann hringdi í mig í morgun og bað um að vera ekki með. Hann sagði að sér liði ekki nægilega vel til að spila leikinn. Ég verð að samþykkja það," sagði Glasner. „Þið getið spurt forseta félagsins ef þið hafið aðrar spurningar því ég veit ekki meira. Ef leikmaður segist ekki vera tilbúinn til að spila þá ætla ég ekki að neyða hann til þess."
21.08.2025 17:13
Eze ekki með í kvöld
Athugasemdir