Villa horfir til Jackson - Chelsea leggur aukna áherslu á Garnacho - Tottenham vill leikmann Mónakó
   mið 20. ágúst 2025 20:32
Brynjar Ingi Erluson
Palace samþykkir tilboð Arsenal í Eze
Mynd: EPA
Crystal Palace hefur samþykkt rúmlega 60 milljóna punda tilboð Arsenal í enska sóknartengiliðinn Eberechi Eze. David Ornstein og Fabrizio Romano fullyrða þetta í kvöld og því stutt í að hann verði nýr leikmaður Arsenal.

Arsenal skráði sig aftur í baráttuna um Eze í kvöld eftir að Kai Havertz meiddist illa.

Félagið hefur lengi haft áhuga á að fá Eze aftur félagsins, en hann lék með Arsenal á yngri árum sínum og mikill stuðningsmaður þess.

Tottenham ákvað að láta til skarar skríða fyrir nokkrum vikum og hafði náð samkomulagi við Eze sem var ólmur í að ganga í raðir félagsins áður en Arsenal kom aftur í baráttuna.

Arsenal hóf viðræður við Palace fyrr í kvöld og hefur nú rúmlega 60 milljóna punda tilboði verið samþykkt. Nú er Arsenal að ganga frá samningum við Eze, en það mun ekki taka langan tíma enda er Eze sagður ótrúlega spenntur að fara aftur til Arsenal.

Tottenham virðist því algerlega úr myndinni og mun skoða aðra kosti í stöðuna.

Frábær kaup hjá Arsenal sem mun svo sannarlega styrkja titildrauma félagsins.

Eze mun spila kveðjuleik sinn með Palace á morgun er liðið mætir norska liðinu Fredrikstad í umspili um sæti í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar, og mun síðan í kjölfarið fara í læknisskoðun hjá Arsenal áður en hann skrifar undir.
Athugasemdir
banner
banner