Logi Tómasson var á sínum stað í byrjunarliði Samsunspor sem heimsótti Panathinaikos í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld.
Staðan var markalaus eftir tíðindalítinn fyrri hálfleik í Grikklandi og tók Logi forystuna með skallamarki eftir hornspyrnu snemma í síðari hálfleik.
Heimamenn í liði Panathinaikos svöruðu fyrir sig með tveimur mörkum svo lokatölur urðu 2-1. Sverrir Ingi Ingason sat allan tímann á bekknum. Seinni leikurinn fer fram í Tyrklandi að viku liðinni.
Kolbeinn Birgir Finnsson fékk þá að spila síðustu mínúturnar í góðum sigri FC Utrecht á útivelli gegn Zrinjski Mostar, bosníska stórveldinu sem sló Blika úr leik í síðustu umferð.
Utrecht var sterkari aðilinn og verðskuldaði sigurinn til að koma sér í frábæra stöðu fyrir seinni leikinn í Hollandi.
Gísli Gottskálk Þórðarson var í byrjunarliði Lech Poznan sem steinlá á heimavelli gegn Genk frá Belgíu. Gestirnir gjörsamlega rúlluðu yfir Pólverjana og unnu að lokum stórsigur, lokatölur 1-5.
Gísli spilaði fyrsta klukkutímann og var staðan þegar orðin 1-5 þegar honum var skipt af velli.
Í öðrum leikjum kvöldsins fóru Young Boys, Skhendija og Maccabi Tel Aviv með sigra af hólmi. Maccabi sigraði gegn Dynamo Kyiv.
Þrír síðustu leikir kvöldsins eru enn í gangi.
21.08.2025 18:58
Evrópudeildin: Elías hélt hreinu þriðja leikinn í röð
Panathinaikos 2 - 1 Samsunspor
0-1 Logi Tómasson ('51 )
1-1 Georgios Kyriakopoulos ('66 )
2-1 Erik Palmer-Brown ('74 )
Zrinjski 0 - 2 Utrecht
0-1 David Min ('39 , víti)
0-2 Victor Jensen ('85 )
Rautt spjald: Petar Mamic, Zrinjski ('90)
Lech 1 - 5 Genk
0-1 Patrik Hrosovsky ('10 )
1-1 Filip Jagiello ('19 )
1-2 Patrik Hrosovsky ('25 )
1-3 Bryan Heynen ('33 )
1-3 Oh Hyun-Gyu ('38 , Misnotað víti)
1-4 Oh Hyun-Gyu ('40 )
1-5 Michal Gurgul ('48 , sjálfsmark)
Slovan Bratislava 0 - 1 Young Boys
0-1 Chris Bedia ('15 )
Maccabi Tel Aviv 3 - 1 Dynamo Kyiv
1-0 Dor Peretz ('12 )
1-1 Nazar Voloshyn ('32 )
2-1 Sagiv Jehezkel ('58 )
3-1 Dor Peretz ('69 )
Rautt spjald: Kostiantyn Vivcharenko, Dynamo ('50)
Shkendija 2 - 1 Ludogorets
0-1 Deroy Duarte ('17 )
1-1 Liridon Latifi ('35 )
2-1 Besart Ibraimi ('60 )
Athugasemdir