Ítalski íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano eyddi í gær færslu á Instagram eftir að Manuel Akanji, varnarmaður Manchester City, svaraði honum.
Romano var þá að fjalla um möguleg félagaskipti Akanji til Galatasaray í Tyrklandi.
Romano var þá að fjalla um möguleg félagaskipti Akanji til Galatasaray í Tyrklandi.
Romano sagði að City hefði samþykkt 15 milljón punda tilboð frá Galatasaray í leikmanninn.
„Ég veit ekki neitt um þetta," svaraði Akanji færslu Romano en hann eyddi henni eftir það.
Það er spurning hvað verður en Akanji var ónotaður varamaður þegar Man City vann 0-4 sigur gegn Wolves í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.
Akanji denies transfer news from Fabrizio,
— Troll Sports (@TroIISports) August 20, 2025
...and Fabrizio deletes the post pic.twitter.com/s2cpRB6QDo
Athugasemdir