Tottenham reyndi á dögunum að stela hollenska sóknarmanninum Xavi Simons frá nágrönnum sínum í Chelsea, en hann hafnaði þvi og er staðráðinn í að semja við þá bláu.
Evrópudeildarmeistararnir eru í dauðaleit að sóknarsinnuðum leikmanni eftir að James Maddison meiddist illa.
Félagið var í viðræðum við Crystal Palace um Eberechi Eze áður en Arsenal kom inn í myndina seint í gær og náði að ganga frá samkomulagi um leikmanninn.
Tottenham hefur verið að skoða í kringum sig síðustu daga og segir Fabrizio Romano að félagið hafi sett sig í samband við föruneyti Simons hjá Leipzig.
Það hafði vonast eftir því að stela honum frá Chelsea, en Simons vill aðeins fara til Chelsea og er búist við að það verði frágengið eftir helgi.
Ekki er vitað hvað Tottenham mun gera næst. Tottenham er að skoða markaðinn og samkvæmt Romano er það einnig að skoða vængmannastöðuna.
Það er í sambandi við Manchester City vegna Savinho, en hefur verið tjáð að hann fari ekkert í glugganum. Einnig hafði samband við Southampton vegna Tyler Dibling, en Everton leiðir þá baráttu og þá hefur félagið einnig rætt við Aston Villa um Morgan Rogers en þau skipti eru talin nánast ómöguleg.
Athugasemdir