Enski leikmaðurinn Eberechi Eze er á leið til Arsenal frá Crystal Palace og er nú komið „Here we go!“ frá ítalska fótboltasérfræðingnum Fabrizio Romano og félagaskiptin því gott sem klár.
Arsenal hafði samband við Palace í kvöld vegna Eze og var ekki lengi að ganga frá samkomulagi.
Félagið greiðir rúmar 60 milljónir punda og hefur Arsenal einnig samið við Eze sem var sagður í skýjunum með áhuga sinna gömlu félaga.
Eze valdi Arsenal fram yfir Tottenham sem hafði einnig verið í viðræðum við Palace og hafði upphaflega fengið græna ljósið frá Eze áður en Arsenal kom inn í myndina.
Þessi 27 ára gamli Englendingur mun spila með Palace gegn Fredrikstad í umspili Sambandsdeildarinnar á morgun og í kjölfarið fara í læknisskoðun hjá Arsenal áður en hann skrifar undir langtímasamning.
?????????? BREAKING: Eberechi Eze to Arsenal, here we go! Verbal agreement in place between all parties.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 20, 2025
Crystal Palace to receive package in excess of £60m as Eze preferred #AFC over Spurs.
Arsenal win race over Tottenham, been in advanced talks for days but never sealed. pic.twitter.com/nUN2gXXjgY
Athugasemdir