Villa horfir til Jackson - Chelsea leggur aukna áherslu á Garnacho - Tottenham vill leikmann Mónakó
   mið 20. ágúst 2025 21:06
Brynjar Ingi Erluson
Eze til Arsenal - „Here we go!“
Eze er á leið til Arsenal
Eze er á leið til Arsenal
Mynd: EPA
Enski leikmaðurinn Eberechi Eze er á leið til Arsenal frá Crystal Palace og er nú komið „Here we go!“ frá ítalska fótboltasérfræðingnum Fabrizio Romano og félagaskiptin því gott sem klár.

Arsenal hafði samband við Palace í kvöld vegna Eze og var ekki lengi að ganga frá samkomulagi.

Félagið greiðir rúmar 60 milljónir punda og hefur Arsenal einnig samið við Eze sem var sagður í skýjunum með áhuga sinna gömlu félaga.

Eze valdi Arsenal fram yfir Tottenham sem hafði einnig verið í viðræðum við Palace og hafði upphaflega fengið græna ljósið frá Eze áður en Arsenal kom inn í myndina.

Þessi 27 ára gamli Englendingur mun spila með Palace gegn Fredrikstad í umspili Sambandsdeildarinnar á morgun og í kjölfarið fara í læknisskoðun hjá Arsenal áður en hann skrifar undir langtímasamning.


Athugasemdir
banner