
Íslenska landsliðskonan Diljá Ýr Zomers opnaði markareikning sinn með norska félaginu Brann er það lagði Kolbotn, 2-0, í úrvalsdeildinni í dag.
Diljá kom til Brann í sumar eftir að hafa raðað inn mörkum með belgíska félaginu Leuven.
Hún lagði upp mark í öðrum leik sínum með Brann en þurfti að bíða þolinmóð eftir fyrsta markinu.
Það kom í kvöld. Hún skoraði það á 68. mínútu en fyrra markið gerði Brenna Lovera, fyrrum leikmaður ÍBV og Selfoss.
Brann er á toppnum með 47 stig, fjórum stigum á undan Sædísi Rún Heiðarsdóttur og stöllum hennar í Vålerenga sem unnu 3-1 sigur á Lilleström.
Sædís byrjaði hjá Vålerenga en var skipt af velli þegar hálftími var til leiksloka.
Athugasemdir