Arsenal hefur áhuga á Rogers - Elliott færist nær Leipzig - Forest hefur áhuga á Carmona og Cash
   fim 21. ágúst 2025 14:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Isak á að reka umboðsmanninn sinn strax"
Alexander Isak.
Alexander Isak.
Mynd: EPA
Alan Shearer segir að Alexander Isak verði að reka umboðsmann sinn. Sagan í kringum sænska sóknarmanninn sé orðin hrikalega subbuleg.

Isak hefur tjáð Newcastle að hann vilji skoða í kringum sig en félagið vill ekki selja hann nema fyrir 150 milljónir punda. Liverpool, það félag sem Isak vill fara til, hefur ekki áhuga á að borga það mikið fyrir hann.

Isak sendi frá sér yfirlýsingu í vikunni þar sem hann sagðist hafa fengið eitthvað loforð frá félaginu og það hefði ekki verið staðið við það. Newcastle svaraði þeirri yfirlýsingu með því að segja að honum hefði ekki verið gefið neitt loforð um að fá að fara.

Shearer, sem er goðsögn hjá Newcastle, segir að þetta líti illa út fyrir Isak.

„Ef ég væri hann þá myndi ég boða umboðsmanninn á fund og reka hann um leið. Hann ráðlagði honum að skrifa undir sex ára samning með engu riftunarákvæði," sagði Shearer sem er ósáttur við það hvernig Isak hefur komið fram. Isak er í verkfalli og neitar að æfa með Newcastle þessa stundina.

Isak skrifaði undir sex ára samning við Newcastle á sínum tíma en hann á þrjú ár eftir af þeim samningi.
Athugasemdir
banner
banner
banner