Portúgalski varnarmaðurinn Renato Veiga er á förum frá Chelsea aðeins ári eftir að hafa gengið í raðir félagsins, en hann er nú á leið til Villarreal á Spáni.
Chelsea keypti Veiga frá Basel fyrir 14 milljónir evra á síðasta ári og spilaði hann 18 leiki í öllum keppnum áður en hann var lánaður til Juventus í janúar.
Hann staldraði ekki lengi við hjá Chelsea því nú er hann á förum til Spánar.
Villarreal hefur náð samkomulagi við Chelsea um kaupverð sem nemur um 29,5 milljónum evra. Um leið mun Chelsea fá háa prósentu af endursöluvirði Veiga. Frábær viðskipti fyrir Chelsea og á sama tíma metkaup hjá Villarreal.
Veiga er 22 ára gamall miðvörður sem getur einnig spilað sem bakvörður og varnarsinnaður miðjumaður. Hann á 5 A-landsleiki fyrir Portúgal.
Athugasemdir