
Björgvin Karl Gunnarsson þjálfari FHL svaraði spurningum eftir stórt tap á Akureyri í Bestu deild kvenna.
Lestu um leikinn: Þór/KA 4 - 0 FHL
Lokatölur 4-0 og situr FHL sem fastast á botninum með svo lítið sem 3 stig eftir 14 umferðir.
„Þór/KA mættu grimmar til leiks í byrjun og við vorum bara eftirá. Við byrjuðum ekki leikinn fyrr en á 28. mínútu eða eitthvað. Þá fengum við fín færi til að skora og komast inn í leikinn en nýttum þau ekki," sagði svekktur Björgvin eftir lokaflautið.
„Ég sagði við stelpurnar í hálfleik að vera ákveðnari í baráttunni um lausa bolta og það skilaði sér með bættri frammistöðu. Því miður skilaði það ekki mörkum.
„Byrjunin skiptir miklu máli, það verður að ná heilum 90 mínútum og Þór/KA gerði betur en við í dag."
Athugasemdir