Arsenal hefur áhuga á Rogers - Elliott færist nær Leipzig - Forest hefur áhuga á Carmona og Cash
Guðný: Var tekinn samningsfundur án mín
Kátur Jón Óli vonast til að halda útlendingunum
Dóri Árna: Sjálfstraustsleysi fyrir framan markið
Sandra: Fínt að fá að vera í sigurvímu eftir langa bið
Jóhann: Ekki mörg lið sem geta haldið þeim niðri
Guðni Eiríksson: Klárt mál að ef hún helst heil að þá fer hún út
Björgvin: Byrjuðum leikinn á 28. mínútu
Valgeir: Ef maður fær snertingu afhverju ekki þá að fara niður?
Jóhannes Karl: Hún var flott í dag
Þjálfari Virtus: Stundum gerast kraftaverk í San Marínó
Óli Kri: Rotar okkur svolítið þetta mark sem þau skora
Óskar Smári: Sár, svekktur, fúll
Einar Guðna: Ótrúlega glaður með þessi þrjú stig fyrst og fremst
Matti Guðmunds: Kannski er þetta okkar besti leikur svona heilt yfir í 90 mínútur
„Það er bara eins og í box bardaga að fá á sig vönkun eftir vönkun"
Dóri Árna svarar gagnrýnisröddum - „Ég vona einhver gefi þeim gott knús heima"
Fyrsti bikarúrslitaleikur Hólmars á Íslandi - „Mikil eftirvænting“
Rúnar Kristins: Erum tilbúnir í þessa baráttu
Óskar Hrafn: Vorum eins og hjón sem hafa makaskipti í Dansskóla Köru
Galdur: Leist betur á KR en Breiðablik
   fim 21. ágúst 2025 22:02
Ívan Guðjón Baldursson
Björgvin: Byrjuðum leikinn á 28. mínútu
Kvenaboltinn
Það þarf margt að gerast til að FHL forðist fall í haust.
Það þarf margt að gerast til að FHL forðist fall í haust.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Björgvin Karl Gunnarsson þjálfari FHL svaraði spurningum eftir stórt tap á Akureyri í Bestu deild kvenna.

Lestu um leikinn: Þór/KA 4 -  0 FHL

Lokatölur 4-0 og situr FHL sem fastast á botninum með svo lítið sem 3 stig eftir 14 umferðir.

„Þór/KA mættu grimmar til leiks í byrjun og við vorum bara eftirá. Við byrjuðum ekki leikinn fyrr en á 28. mínútu eða eitthvað. Þá fengum við fín færi til að skora og komast inn í leikinn en nýttum þau ekki," sagði svekktur Björgvin eftir lokaflautið.

„Ég sagði við stelpurnar í hálfleik að vera ákveðnari í baráttunni um lausa bolta og það skilaði sér með bættri frammistöðu. Því miður skilaði það ekki mörkum.

„Byrjunin skiptir miklu máli, það verður að ná heilum 90 mínútum og Þór/KA gerði betur en við í dag."

Athugasemdir
banner