Arsenal hefur áhuga á Rogers - Elliott færist nær Leipzig - Forest hefur áhuga á Carmona og Cash
   fim 21. ágúst 2025 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Noah Okafor frá AC Milan í Leeds (Staðfest)
Noah Okafor.
Noah Okafor.
Mynd: Leeds
Leeds hefur gengið frá kaupum á svissneska framherjanum Noah Okafor frá AC Milan.

Hann skrifar undir fjögurra ára samning við Leeds en kaupverðið er um 18 milljónir punda.

„Þetta er stórkostlegur dagur. Þegar ég var krakki þá dreymdi mig um að spila í ensku úrvalsdeildinni. Þess vegna var þetta auðveld ákvörðun fyrir mig," segir Okafor.

„Fótboltinn minn hentar ensku úrvalsdeildinni. Þetta er draumur að rætast. Ég get ekki beðið eftir því að stíga inn á völlinn."

Okafor, sem er 25 ára gamall, hefur spilað með AC Milan frá 2023. Hann var á láni hjá Napoli á síðustu leiktíð en lék þar áður með Red Bull Salzburg og Basel.

Hann hefur spilað 24 landsleiki fyrir Sviss og skorað í þeim tvö mörk.
Athugasemdir
banner
banner