Van de Ven, Mainoo, Gabriel Jesus, Trossard, Mateta, Wharton, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
   mið 20. ágúst 2025 22:39
Snæbjört Pálsdóttir
Óskar Smári: Sár, svekktur, fúll
Kvenaboltinn
Óskar Smári þjálfari Fram
Óskar Smári þjálfari Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingur burstaði Fram á Lambhagavellinum í kvöld með 5 mörkum gegn 2. 

„Já svekktur, vonbrigði, sár, reiður, fullt af neikvæðum tilfinningum í gangi sem að vonandi verða farnar úr mér, eftir einhvern tíma, morgun einhver tímann, vonandi en bara verðskuldaður sigur Víkinga í rauninni. Því að hvert skipti sem þær komust nálægt teignum okkar þá var mark og eiginlega einn okkar besti leikmaður í dag var Þóra markmaður þannig að bara svekkjandi, mjög sár hvernig liðið er að verjast allan leikinn og já bara sár, svekktur, fúll.“  


Lestu um leikinn: Fram 2 -  5 Víkingur R.

Það segir sig sjálft, það er erfitt að vinna fótboltaleiki og fá fimm mörk á sig, fimm mörk á sig á heimavelli við liðið sem er í 9. sæti, þú veist og þar á leiknum á undan að fá á sig þrjú mörk á móti liðinu í neðsta sæti. Þannig við þurfum klárlega að fara að vinna betur í að verjast, ekki bara aftöstu fjórir, fimm heldur allt liðið sem heild.“

„Mér finnst við ekki það lið sem við vorum í byrjun tímabils þar sem leikmenn voru að hoppa fyrir hvor aðra, berjast fyrir hvor aðra, enginn líf og sál í hvern einasta bolta sem er laus, mér finnst það ekki, mér finnst það vanta í dag og mér finnst vanta ansi margt, svo aftur á móti sýnum við gæðin sem við höfum í að skora tvö góð mörk og við getum skorað fullt af fleiri mörkum. Fáum fullt af fleiri færum og spilum fínt á köflum í þessum leik en það telur bara ekkert þegar þú ætlar að koma fram með varnaleikinn eins og við komum fram með hann í dag.“

„Við erum að búa til þá stöðu fyrir okkur sjálfar sem við ætlum að vera í og við gerðum mjög vel eftir fyrri hluta tímabils og kannski erum við að horfa of stórt á okkur, ég veit það ekki. Við erum náttúrlega búin að tapa fimm leikjum í röð og það er alveg klárt mál að við þurfum eitthvað að gera, eitthvað þarf að bregðast við því þetta gengur ekki. 

Viðtalið í heild má finna í spilaranum hér að ofan


Athugasemdir