Atalanta hefur fest kaup á Svartfellingnum Nikola Krstovic frá Lecce fyrir 25 milljónir evra.
Krstovic er 25 ára gamall sóknarmaður sem skoraði 11 mörk í Seríu A á síðustu leiktíð.
Mikill áhugi var á honum í sumar og var það Atalanta sem tókst að klófesta hann fyrir 25 milljónir evra.
Hann skrifaði undir langtímasamning við Bergamó-liðið í gær en þetta er önnur stærsta sala í sögu Lecce á eftir Patrick Dorgu sem gekk í raðir Manchester United í byrjun ársins fyrir 30 milljónir evra.
Lecce hefur verið duglegt við að finna góða leikmenn og selja þá með margföldum hagnaði, en þar má einnig nefna Morten Hjulmand sem er á mála hjá Sporting í Portúgal og Marin Pongracic sem gekk í raðir Fiorentina á síðasta ári.
Íslenski landsliðsmaðurinn Þórir Jóhann Helgason hefur verið á mála hjá Lecce frá 2021 og spilaði stórt hlutverk í liðinu í A-deildinni á síðustu leiktíð.
Un nuovo attaccante in città: benvenuto a Bergamo, Nikola ????????????
— Atalanta B.C. (@Atalanta_BC) August 20, 2025
@newbalance | #GoAtalantaGo ?????
Athugasemdir