Villa horfir til Jackson - Chelsea leggur aukna áherslu á Garnacho - Tottenham vill leikmann Mónakó
   mið 20. ágúst 2025 18:45
Brynjar Ingi Erluson
Bailey meiddist á fyrstu æfingu með Roma
Mynd: Roma
Ævintýri Jamaíkumannsins Leon Bailey hjá Roma fer ekkert sérstaklega vel af stað en hann meiddist á fyrstu æfingu sinni með liðinu í dag.

Bailey var kynntur hjá Roma í dag en hann kom á láni frá Aston Villa út tímabilið.

Eftir að hann var kynntur mætti hann á fyrstu æfingu sína með Roma, en þurfti að hætta fyrr vegna meiðsla í vöðva.

Ekki er vitað hvort um alvarleg meiðsli sé að ræða, en hann verður skoðaður á næstu dögum og vonandi fyrir Roma-menn að þetta séu aðeins smávægileg meiðsli.

Ítalska deildin fer af stað um helgina en Roma tekur á móti Bologna á laugardag.
Athugasemdir
banner