Villa horfir til Jackson - Chelsea leggur aukna áherslu á Garnacho - Tottenham vill leikmann Mónakó
   mið 20. ágúst 2025 23:30
Brynjar Ingi Erluson
Godfrey á leið aftur til Englands
Mynd: Ipswich
Varnarmaðurinn Ben Godfrey er á leið aftur til Englands eftir að hafa eytt síðasta árinu hjá Atalanta á Ítalíu.

Atalanta fékk Godfrey frá Everton fyrir 11 milljónir punda síðasta sumar.

Hann náði sér ekki á strik hjá Atalanta og tækifærin af skornum skammti. Englendingurinn hélt aftur til Englands um áramótin og gekk í raðir Ipswich á láni út tímabilið.

Þar lék hann fimm leiki í deild- og bikar áður en hann sneri aftur til Atalanta.

Godfrey er að snúa aftur til Englands nú á láni til Sheffield United í B-deildinni og á United möguleika á því að kaupa hann á meðan lánsdvölinni stendur.

Hann fer í læknisskoðun hjá United á morgun og skrifar í kjölfarið undir lánssamninginn.
Athugasemdir
banner