Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fim 21. ágúst 2025 21:56
Kjartan Leifur Sigurðsson
Valgeir: Ef maður fær snertingu afhverju ekki þá að fara niður?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þetta var geggjað, góður sigur. Langt síðan við unnum þannig þetta var tímabært, segir Valgeir Valgeirsson, leikmaður Breiðabliks, eftir 2-1 sigur á Virtus frá San Marínó í Sambandsdeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Virtus

Margir hefðu kannski búist við stærri sigri Breiðablik en þeir þurfa að láta eins marks forystu duga komandi inn í seinni leikinn.

„Auðvitað erum við svekktir að fara ekki með betri úrslit út en sigur er sigur og við erum ekkert eðlilega ánægðir að ná sigri eftir langan tíma án sigurs."

Virtus komst yfir strax á 11. mínútu þegar Stefan Scappini skoraði úr vítaspyrnu.

„Það fór ekkert um mig. Við vorum búnir vera með tökin frá upphafi leiks. Ég veit að markið kom snemma en við vissum að við myndum alltaf skora í þessum leik þannig ég var ekkert stressaður eða neitt svoleiðis. Þetta var auðvitað svekkjandi en við komum til baka og unnum þennan leik."

Valgeir skoraði markið sem jafnaði leikinn og sótti vítaspyrnuna sem varð að sigurmarkinu. Mörgum þykir Valgeir hafa farið full auðveldlega niður þegar vítaspyrnan var dæmd.

„Ef mönnum finnst það þá þurfa þeir bara að skoða útsendinguna betur, þetta var pjúra snerting. Öll vítin sem ég hef fengið dæmd í sumar hafa verið víti og ég er harður á því. Ef maður fær snertingu afhverju ekki þá að fara niður?

Milsami Orhei frá Moldóvu fór einnig með eins marks forskot til San Marínó í seinasta leik en það dugði ekki þar sem Virtus vann seinni leik liðanna 3-0. Blikar mega ekki því ekki vanmeta verkefnið sem framundan er.

„Það er ekkert vanmat hjá okkur og við ætlum bara að vera með hausinn 100 prósent, ná í sigur og komast áfram."
Athugasemdir