Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fim 21. ágúst 2025 21:56
Kjartan Leifur Sigurðsson
Valgeir: Ef maður fær snertingu afhverju ekki þá að fara niður?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þetta var geggjað, góður sigur. Langt síðan við unnum þannig þetta var tímabært, segir Valgeir Valgeirsson, leikmaður Breiðabliks, eftir 2-1 sigur á Virtus frá San Marínó í Sambandsdeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Virtus

Margir hefðu kannski búist við stærri sigri Breiðablik en þeir þurfa að láta eins marks forystu duga komandi inn í seinni leikinn.

„Auðvitað erum við svekktir að fara ekki með betri úrslit út en sigur er sigur og við erum ekkert eðlilega ánægðir að ná sigri eftir langan tíma án sigurs."

Virtus komst yfir strax á 11. mínútu þegar Stefan Scappini skoraði úr vítaspyrnu.

„Það fór ekkert um mig. Við vorum búnir vera með tökin frá upphafi leiks. Ég veit að markið kom snemma en við vissum að við myndum alltaf skora í þessum leik þannig ég var ekkert stressaður eða neitt svoleiðis. Þetta var auðvitað svekkjandi en við komum til baka og unnum þennan leik."

Valgeir skoraði markið sem jafnaði leikinn og sótti vítaspyrnuna sem varð að sigurmarkinu. Mörgum þykir Valgeir hafa farið full auðveldlega niður þegar vítaspyrnan var dæmd.

„Ef mönnum finnst það þá þurfa þeir bara að skoða útsendinguna betur, þetta var pjúra snerting. Öll vítin sem ég hef fengið dæmd í sumar hafa verið víti og ég er harður á því. Ef maður fær snertingu afhverju ekki þá að fara niður?

Milsami Orhei frá Moldóvu fór einnig með eins marks forskot til San Marínó í seinasta leik en það dugði ekki þar sem Virtus vann seinni leik liðanna 3-0. Blikar mega ekki því ekki vanmeta verkefnið sem framundan er.

„Það er ekkert vanmat hjá okkur og við ætlum bara að vera með hausinn 100 prósent, ná í sigur og komast áfram."
Athugasemdir
banner