
Annað kvöld mætast Valur og Vestri í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á Laugardalsvelli. Miðasalan er í fullum gangi og fór hún betur af stað hjá Vestra, þrátt fyrir að langt sé frá Vestfjörðum og á Ísafjörð.
Valur birti á samfélagsmiðlum sínum ákall til Valsara frá Valsaranum Birki Má Sævarssyni. Hann hvetur alla Valsara til að mæta í stúkuna á Laugardalsvelli og styðja við sitt lið.
Vestri kom með krók á móti bragði og birti á sínum samfélagsmiðlum ákall frá eiginkonu Birkis, Bolvíkingnum Stefaníu Sigurðardóttur.
Smelltu hér til að kaupa miða
Valur birti á samfélagsmiðlum sínum ákall til Valsara frá Valsaranum Birki Má Sævarssyni. Hann hvetur alla Valsara til að mæta í stúkuna á Laugardalsvelli og styðja við sitt lið.
Vestri kom með krók á móti bragði og birti á sínum samfélagsmiðlum ákall frá eiginkonu Birkis, Bolvíkingnum Stefaníu Sigurðardóttur.
Smelltu hér til að kaupa miða
Færsla Vals
Kæru Valsarar,
Það var að berast skeyti frá Svíþjóð:
„Framundan er stærsti leikur ársins og að þessu sinni erum við Valsarar á stóra sviðinu. Ég hef fylgst vel með liðinu héðan frá Svíþjóð og gæfi mikið fyrir að fá að stíga inn á völlinn og spila þennan leik á föstudag. Við erum í dauðafæri að klára þennan leik en það verður ekki auðvelt. Vestri er með alvöru lið og þeir hafa verið sannfærandi í undanförnum leikjum þó úrslitin hafi ekki dottið. Við lentum í smá brekku í síðasta leik en hvaða leikur er betri en bikarúrslitaleikur til þess að sýna hvað í liðinu býr. Ég hvet því öll ykkar að mæta í stúkuna á Laugardalsvelli og styðja strákanna til sigurs. Frábær upphitun á Ölver og allar forsendur til þess að eiga ógleymanlegt kvöld í Laugardalnum.”
Baráttukveðjur frá Svíþjóð,
Birkir Már Sævarsson, Valsari
Færsla Vestra
Valur birti í dag ákall frá Birki Má Sævarssyni til stuðningsmanna liðsins að mæta á völlinn. Eiginkona hans, Bolvíkingurinn Stefanía Sigurðardóttir, ætlar að gera slíkt hið sama til okkar.
„Kæra Vestrafólk um allan heim. Á morgun verður spilaður hinn margrómaði úrslitaleikur í Mjólkurbikar. Til þess að komast í þann leik þurfa lið að slá út hvern mótherjann á fætur öðrum til að vinna sér að lokum inn verðskuldað pláss á stærsta sviðinu og það hefur Vestraliðið gert!
Að fylgjast með liðinu úr fjarlægð hefur verið hin mesta skemmtun þó svo að nágrannavaktin hafi stundum komið hlaupandi til að athuga ástandið á heimilisfólkinu. Það er þó engin launung að umræddur leikur er sá stærsti hingað til og vinnan sem hefur skilað þessu öllu saman er þessi einstaka samvinna fólksins í stúkunni, sjálfboðaliðanna í gulu vestunum, leikmanna og samfélagsins alls. Má þar kannski nefna Guðnýju Stefaníu að öskra á varamenn því þeir heyra ekki í Nonna, Eirík okkar allra og Samma í lúgunni. Allt þetta einstaka við klúbbinn er að skila sér, það er að segja barningurinn, hungrið og viljinn til að skrifa ótrúlega sögu Vestra og þessi einstaka liðsheild sem hefur myndast í kringum liðið er ógnvekjandi fyrir önnur lið og það af ástæðu!
Nýjustu fregnir herma að seldir séu fleiri miðar Djúpmegin í stúkunni í Laugardalnum og þannig viljum við hafa það. Úr stúkunni þarf svo að berast alvöru stuðningur og munið: það geta allir sungið og trallað á pöllum fótboltavallar, trust me.
Hvet alla til að mæta, upplifa og styðja liðið, þetta er ekkert eðlilega skemmtilegt!
Frá Svíþjóð sendi ég mínar hörðustu baráttukveðjur um leið og ég vona að hjónabandið haldi!
ÁFRAM VESTRI"
Athugasemdir