Van de Ven, Mainoo, Gabriel Jesus, Trossard, Mateta, Wharton, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
   mið 20. ágúst 2025 22:01
Arngrímur Alex Ísberg Birgisson
Matti Guðmunds: Kannski er þetta okkar besti leikur svona heilt yfir í 90 mínútur
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta er búið að vera frábært framhald sem er búið að vera í gangi, sem er bara frábært" sagði Matthías Guðmundsson eftir 2-0 sigur gegn Þrótti á útivelli.

Matthías fannst fyrri hálfleikurinn vera jafn en honum fannst að Valur tók yfir allan seinni hálfleik


Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  2 Valur

„Fyrri hálfleikurinn var tiltölulega jafn þannig séð, margt sem við gerðum vel og Þróttur líka þar, en mér fannst við taka yfir strax yfir í seinni hálfleik frá fyrstu mínútu".

Matthías var ánægður með kraftinn í liðinu.

„Þau missa Katie út af, ég veit ekki hvort að það hafi einhver áhrif  hjá þeim. Leikmennirnir mínir líða vel þessa daganna og voru líka góðar í seinni hálfleiknum á móti Stjörnunni, þannig að það er kraftur í þessu liði".

Matthías finnst Valur vera betri og betri með hverjum leik.

„Fyndna við sportið, sigurinn hann nærir, þá verður það með þessa íþrótt þannig að þá verða allir meira glaðir og framvegis. Mér finnst við alltaf að spila betri og betri í hverjum leik, kannski er þetta okkar besti leikur svona heilt yfir í 90 mínútur. Ég vil bara meira næst og byggja ofan á því sem maður gerir".

Matthías segir að leikurinn og næsti verður góður lærdómur.

„Næsti leikur það er eitthvað í hann, við erum að fara upp í flugvél í Ítalíu til þess að keppa við Braga frá Portúgal sem verður algjört ævintýri að keppa á móti alvöru atvinnumannaliði sem er enn einn lærdómurinn, við förum þangað til að gera vel. Eftir það fer ég að hugsa um næsta leik. Þetta var gott test, gott lið sem við vinnum í dag og mér fannst við vinna sannfærandi".

Nánar var rætt við Matthías Guðmundsson þjálfara Vals í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner