Arsenal hefur áhuga á Rogers - Elliott færist nær Leipzig - Forest hefur áhuga á Carmona og Cash
   fim 21. ágúst 2025 11:46
Elvar Geir Magnússon
Séra Brown en ekki bikarúrslitin á aðalrás RÚV
Hörður Magnússon tekur viðtal við
Hörður Magnússon tekur viðtal við
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
RÚV er rétthafi að Mjólkurbikarnum en athygli hefur vakið að sjálfur úrslitaleikur keppninnar fær ekki pláss á aðalrásinni heldur er settur á hliðarrás.

Á meðan Valur og Vestri frá Ísafirði leika um bikarmeistaratitil karla verður Séra Brown á dagskrá á aðalrásinni en beina útsendingin frá Laugardalsvelli verður á RÚV 2.

Snorri Kristleifsson vekur athygli á þessu á X samfélagsmiðlinum og bendir á að að fréttatímar RÚV voru færðir til í sumar fyrir Evrópumót kvenna.

„ÍATV með betri standard en RÚV segi það og skrifa það," skrifar Kristján Hjörvar Sigurkarlsson og Kristján Óli Sigurðsson segir: „Ef þetta hefði verið KVK leikurinn sem var að sjálfsögðu sýndur á RÚV aðalrás væri búið að leggja eld að Efstaleitinu."

Vestri er í fyrsta sinn í úrslitum bikarsins og leiksins er beðið með mikilli eftirvæntingu þó hann virðist ekki mjög hátt skrifaður hjá Ríkissjónvarpinu.


Athugasemdir
banner