Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   lau 21. september 2019 21:15
Arnar Laufdal Arnarsson
Halldór Kristján: Nokkrir í klefanum sem trúðu þessu
Halldór farið í gegnum bæði 2.deild tvisvar og Inkasso deildina tvisvar með Gróttu
Halldór farið í gegnum bæði 2.deild tvisvar og Inkasso deildina tvisvar með Gróttu
Mynd: Hulda Margrét
Halldór Kristján Baldursson leikmaður Gróttu var gríðarlega sáttur eftir að Grótta tryggði sætið sitt í Pepsi-Max eftir sigur þeirra gegn Haukum í dag, lokatölur 4-0 fyrir Gróttu.

"Þetta er bara ruglað, maður gat í rauninni ekki búist við þessu fyrir tímabil, það voru nokkrir strákar í klefanum sem vildu meina við gætum lent í 1. eða 2. sæti en maður gerir ekkert ráð fyrir þessu" Sagði Halldór hress eftir leik.

Halldór hefur gengið í gegnum súrt og sætt með Gróttu á sínum ferli og verið leikmaður Gróttu í 4 ár. Hann hefur fallið með Gróttu úr deild tvisvar sinnum en einnig verið tvisvar deildarmeistari. Halldór var spurður út í þetta eftir leik.

"Þetta hefur verið mikið upp og niður hjá mér, alltaf annað hvort fara upp eða fara niður, þetta er bara geggjað, bara ný áskorun"

Lestu um leikinn: Grótta 4 -  0 Haukar

Halldór sér klárlega fram á að taka slaginn með Gróttu í deild þeirra bestu á næsta tímabili, Halldór bætti svo við "Það er Rauða Ljónið fyrst svo bara lokahóf í kvöld" Sagði Halldór og blikkaði svo undirritaðann þegar spurt var hvort hann ætlaði að kíkja í miðbæinn.
Athugasemdir
banner
banner