Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
banner
   lau 21. september 2019 21:15
Arnar Laufdal Arnarsson
Halldór Kristján: Nokkrir í klefanum sem trúðu þessu
Halldór farið í gegnum bæði 2.deild tvisvar og Inkasso deildina tvisvar með Gróttu
Halldór farið í gegnum bæði 2.deild tvisvar og Inkasso deildina tvisvar með Gróttu
Mynd: Hulda Margrét
Halldór Kristján Baldursson leikmaður Gróttu var gríðarlega sáttur eftir að Grótta tryggði sætið sitt í Pepsi-Max eftir sigur þeirra gegn Haukum í dag, lokatölur 4-0 fyrir Gróttu.

"Þetta er bara ruglað, maður gat í rauninni ekki búist við þessu fyrir tímabil, það voru nokkrir strákar í klefanum sem vildu meina við gætum lent í 1. eða 2. sæti en maður gerir ekkert ráð fyrir þessu" Sagði Halldór hress eftir leik.

Halldór hefur gengið í gegnum súrt og sætt með Gróttu á sínum ferli og verið leikmaður Gróttu í 4 ár. Hann hefur fallið með Gróttu úr deild tvisvar sinnum en einnig verið tvisvar deildarmeistari. Halldór var spurður út í þetta eftir leik.

"Þetta hefur verið mikið upp og niður hjá mér, alltaf annað hvort fara upp eða fara niður, þetta er bara geggjað, bara ný áskorun"

Lestu um leikinn: Grótta 4 -  0 Haukar

Halldór sér klárlega fram á að taka slaginn með Gróttu í deild þeirra bestu á næsta tímabili, Halldór bætti svo við "Það er Rauða Ljónið fyrst svo bara lokahóf í kvöld" Sagði Halldór og blikkaði svo undirritaðann þegar spurt var hvort hann ætlaði að kíkja í miðbæinn.
Athugasemdir