Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   lau 21. september 2019 21:15
Arnar Laufdal Arnarsson
Halldór Kristján: Nokkrir í klefanum sem trúðu þessu
Halldór farið í gegnum bæði 2.deild tvisvar og Inkasso deildina tvisvar með Gróttu
Halldór farið í gegnum bæði 2.deild tvisvar og Inkasso deildina tvisvar með Gróttu
Mynd: Hulda Margrét
Halldór Kristján Baldursson leikmaður Gróttu var gríðarlega sáttur eftir að Grótta tryggði sætið sitt í Pepsi-Max eftir sigur þeirra gegn Haukum í dag, lokatölur 4-0 fyrir Gróttu.

"Þetta er bara ruglað, maður gat í rauninni ekki búist við þessu fyrir tímabil, það voru nokkrir strákar í klefanum sem vildu meina við gætum lent í 1. eða 2. sæti en maður gerir ekkert ráð fyrir þessu" Sagði Halldór hress eftir leik.

Halldór hefur gengið í gegnum súrt og sætt með Gróttu á sínum ferli og verið leikmaður Gróttu í 4 ár. Hann hefur fallið með Gróttu úr deild tvisvar sinnum en einnig verið tvisvar deildarmeistari. Halldór var spurður út í þetta eftir leik.

"Þetta hefur verið mikið upp og niður hjá mér, alltaf annað hvort fara upp eða fara niður, þetta er bara geggjað, bara ný áskorun"

Lestu um leikinn: Grótta 4 -  0 Haukar

Halldór sér klárlega fram á að taka slaginn með Gróttu í deild þeirra bestu á næsta tímabili, Halldór bætti svo við "Það er Rauða Ljónið fyrst svo bara lokahóf í kvöld" Sagði Halldór og blikkaði svo undirritaðann þegar spurt var hvort hann ætlaði að kíkja í miðbæinn.
Athugasemdir
banner