Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 21. september 2019 20:55
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Barcelona réði ekki við Granada
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Granada 2 - 0 Barcelona
1-0 Ramon Azeez ('2)
2-0 Alvaro Vadillo ('65, víti)

Granada tók á móti Barcelona í síðasta leik dagsins í spænska boltanum.

Heimamenn voru betri í leiknum og komust yfir strax á annarri mínútu. Ramon Azeez skoraði þá magnað mark aðeins 62 sekúndum eftir upphafsflautið. Azeez lét vaða úr nokkuð þröngu færi en varnarmaður Börsunga renndi sér fyrir og hrökk knötturinn þannig furðulega yfir Marc-Andre ter Stegen.

Börsungar fundu engin svör. Þeir héldu boltanum vel en áttu aðeins þrjár marktilraunir í fyrri hálfleik og rataði engin þeirra á rammann. Varnarleikur Granada var of góður fyrir Spánarmeistarana margföldu.

Lionel Messi og Ansu Fati komu inn af bekknum í leikhlé en ekki tókst Börsungum að jafna. Þess í stað tvöfölduðu heimamenn forystuna á 65. mínútu.

Alvaro Vadillo skoraði þá úr vítaspyrnu eftir að hendi hafði verið dæmd á Arturo Vidal, sem hafði komið inn af bekknum aðeins mínútu fyrr.

Meira var ekki skorað og er Granada með tíu stig eftir fimm umferðir. Barcelona er með sjö stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner